Laugardagur 5. október, 2024
6.4 C
Reykjavik

Mál Alberts fellt niður – Þótti ekki líklegt til sakfellingar

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Mál gegn Alberti Guðmundssyni var fellt niður á fimmtudaginn af Héraðssaksóknara. Ástæðan var sú að ekki þótti málið líklegt til sakfellingar.

Albert, sem er leikmaður knattspyrnuliðsins Genóa á Ítalíu og íslenska landsliðsins, var í fyrrasumar kærður fyrir kynferðisbrot en hann hefur alla tíð haldið fram sakleysi sínu. Verjandi hans, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, staðfesti niðurfellinguna við fréttastofu RÚV. Þá staðfeseti Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari einnig að mál af þessu tagi hafi verið fellt niður.

Frá því að upplýst var um kæruna á hendur Alberti, hefur hann ekki leikið með íslenska landsliðinu, enda kemur það fram í reglum KSÍ, að leikmenn sem rannsakaðir eru af lögreglunni, skuli ekki vera valdir í verkefni landsliðsins. Albert hefur þó leikið með Genóa frá því að málið kom upp en hann hefur átt afar gott tímabil í ítölsku úrvalsdeildinni.

Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu lauk seint á síðasta ári og var sagt frá því í desember að málið væri komið til ákærumeðferðar hjá Héraðssaksóknara, sem nú hefur fellt málið niður.

Sú sem kærði Albert, hefur nú mánuð til að ákveða hvort ákvörðun Héraðssaksóknara verði kærð til Ríkissaksóknara.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -