Stefán Pálsson segist ekki muna eftir skólafríum í æsku en segist þó muna eftir að hafa eytt fjöldi daga í vinnunni hjá föður sínum og fleiri ættingjum.
Nú þegar vetrarfrí er hafið í mörgum grunnskólum, að minnsta kosti á höfuðborgarsvæðinu, hafa foreldrar þurft, líkt og áður, að redda málunum á ýmsan hátt, til að láta heimilislífið ganga. Sagnfræðingurinn og spurningakeppnisgúrúinn bráðskemmtilegi, Stefán Pálsson skrifaði spaugilega færslu í gær, á fyrsta degi vetrarfrís ýmissa grunnskóla höfuðborgarsvæðisins. Segist hann ekki muna eftir vetrarfríium í æsku en þó muni hann eftir að hafa eytt ómældum tíma í vinnu föður síns og fleiri ættingjum. Færsluna má lesa hér:
„Í minningunni voru aldrei frí í skólanum þegar ég var pjakkur. Þess vegna hnussa ég yfir öllum starfsdögunum, vetrarfríunum og Óðinn má vita hvað þetta heitir allt saman…
Skítareddingar eru bestar!“
Í kjölfar færslunnar skrifuðu margir athugasemdir og rifjuðu upp sínar minningar í skólafríum fortíðar. Ein þeirra var Eva Hauksdóttir lögmaður: „Ég man ekki eftir neinum vetrarfríum en aftur á móti 15 vikna sumarfríi. Og starfsdögum kennara sem þá hétu mánaðarfrí.“