Miðvikudagur 17. apríl, 2024
5.1 C
Reykjavik

Margir fastir á Mosfellsheiði – Lögreglan lokar fyrir umferð

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Svo virðist sem nokkrir bílar séu fastir á veginum um Mosfellsheiði. Lögreglan greinir frá því í tilkynningu að vegnum sé lokað vegna þessa. Lögreglan reynir nú að bjarga þeim sem sitja fastir á heiðinni.

Lögregla segir í tilkynningu: „Vegurinn um Mosfellsheiði er lokaður vegna fastra bíla. Vegna þessa hefur verið lokað fyrir umferð austur Þingvallaveg, frá Gljúfrasteini í Mosfellsdal. Unnið er að því að koma fólki til aðstoðar sem situr fast á Mosfellsheiði. Lögreglan mun jafnframt loka fyrir umferð inn á Þingvallaveg frá Vesturlandsvegi, nema fyrir þá sem eiga erindi í Mosfellsdal, þ.e. íbúar. Öðrum vegfarendum verður snúið frá á meðan þetta ástand varir.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -