Laugardagur 27. júlí, 2024
10.8 C
Reykjavik

Margra milljarðra hagnaður á meðan að matvöruverslanir hækka verðin

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Við erum að sjá margra milljarða króna hagnað hjá þessum stærstu mat­vöru­verslana­keðjum; bæði hjá Högum og Festi og eins var góð af­koma hjá Sam­kaupum. Og þetta eru svona þessir þrír stærstu turnar,“ segir Auður Alfa Ólafs­dóttir, verk­efna­stjóri verð­lags­eftir­lits ASÍ í samtali við Vísi.

ASÍ segir það skjóta skökku við að mat­vöru­verslanir hækki verð á vörum sínum á sama tíma og þær skili inn margra milljarða króna hagnaði. Eig­endur Haga stefna að því að greiða sér út tvo milljarða í arð í ár.

Á einu ári hefur matur og drykkjar­vara hækkað um 5,2 prósent og bú­vara án græn­metis mest, eða um 7,7 prósent.

Ef spár bankanna ganga eftir gætu stýri­vextir svo hækkað um allt að eitt prósentu­stig í vikunni.

Ekki val um annað en að hækka smásöluverð

Finnur Oddsson, forstjóri Haga, sagði á uppgjörskynningu Haga síðasta föstudag að fyrirtækið hefði ekki val um annað en að hækka smásöluverð í ljósi aðstæðna.

„Ef við myndum ekki bregðast við yrðum við fljótt komin í þá stöðu að vera á skjön við lög, við megum ekki selja vörur undir kostnaðarverði og verðhækkanirnar eru bara það miklar að framlegðin hefur ekki undan,“ sagði Finnur.

- Auglýsing -

Í ný­út­gefnum árs­reikningi Haga, sem á Bónus, Hag­kaup og Olís kemur fram að hagnaðurinn hafi numið fjórum milljörðum króna og að í ár verði greiddur út rúm­lega tveggja milljarða króna arður til hluthafa fyrir­tækisins.

 

- Auglýsing -

 

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -