Föstudagur 26. apríl, 2024
6.1 C
Reykjavik

Mast svarað fullum hálsi: „Ég tel það mjög alvarlegt að það eigi að hvítþvo þetta mál“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Manneskjan sem tók ljósmyndir af illa hirtum nautgripum í Skagafirði og sendi á fjölmiðla á dögunum hefur ákveðið að svara yfirlýsingu Matvælastofnunarinnar sem hún sendi frá sér á dögunum.

Sjá einnig: Horaður búfénaður veður mykju upp að hné í Skagafirði – Segja Mast bregðast í málinu – MYNDIR!
Sjá einnig: Segir aðkomuna í fjósinu í Skagafirði skelfilega: „Svo mikil eymd í augunum á dýrunum“
Sjá einnig: Mast svarar Dýraverndarsamtökum Íslands: „Myndirnar voru ekki í samræmi við aðstæður“

Hér má lesa yfirlýsinguna í heild sinni:

Mig langar að bregðast við yfirlýsingu MAST varðandi nautgripina í Skagafirði.

Ég tel það mjög alvarlegt að það eigi að hvítþvo þetta mál og henda því út af borðinu. Það þarf ekki neina sérfræðinga til að sjá á þessum myndum og myndböndum að það var eitthvað mikið að Þarna inni. Allt vaðandi í mýkju og for og einnig voru nautin sum hver horuð. Að Matvælastofnun hafi ekki gert alvarlegar athugasemdir við það sætir furðu. Næsta heimsókn þeirra á þennan stað fellur undir svokallað venjulegu eftirliti sem eru tvö ár. Hvar eru reglurnar hjá Mast varðandi dýravelferð? Hvar er stofnunin sem á að gæta velferð skepna? Viljum við svona eftirlit og er því treystandi? Þetta eru allt spurningar sem við þurfum að velta fyrir okkur.

- Auglýsing -

Í þessu máli fer ekki saman hljóð og mynd. Dýraeftirlitið er að bregðast og einhver linkind í gangi. Stofnunin fer þarna inn í þrígang. Þann 16.nóv, 6.des og svo í enda desember. Myndirnar eru teknar 23.nóv. Samt segist MAST ekki kannast við neitt af þessu. Sem sagt myndirnar eru teknar mitt á milli fyrstu heimsókna mast. Þetta eru vinnubrögðin. Nú er væntanlega búið að moka allt út eftir að þetta rataði í fjölmiðla.

Við getum líka sem neytendur spurt okkur að því hvort við viljum kaupa kjöt af svona skepnum. Þessi skemma sem þessi dýr eru inni í er bæði óeinangruð og örugglega ekki vel til þess fallin að Þarna séru um 150 gripir í og við húsið og fjöldi sauðfjár.

- Auglýsing -

Það sást undir iljarnar á stofnunni þegar þeir létu drepa allt hjá Guðmundu í Lækjartúni. Gamla konan fór á spítala og var búin að fá fólk til að hjálpa sér með að gegna á meðan. Það var stoppað af og MAST ekki lengi á staðinn til að farga öllu sem gamla konan var búin að rækta með miklum sóma alla sína búskapartíð.

Skagafjörður hin fallega og blómlega sveit er vagga bæði hestamennskunnar og landbúnaðar. Það er allt stórkostlegt við þennan fjörð.

Það er ekki að illkvittni að ég ákvað að fara til Skagafjarðar til að sanna aðbúnaðin hjá þessum gripum.  Hvað gerir maður ef maður vissi af hundi inn í brennandi húsi? Það er þægilegra að líta undan og blanda sér ekki í aðstæður en ég á bágt með það.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -