Þriðjudagur 16. apríl, 2024
2.1 C
Reykjavik

Mikið um ölvun og slagsmál í miðborginni í nótt – Lögreglan rannsakar notkun piparúða

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Talsverður erill var í miðbæ Reykjavíkur í nótt samkvæmt dagbók lögreglunnar.

Upp úr miðnætti var ökumaður stöðvaður grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og vörslu fíkniefna. Eftir sýnatöku var honum sleppt.

Um klukkan hálf tvö í nótt voru höfð afskipti af einstaklingi sem bakkað hafði bifreið sinni á aðra bifreið. Kom í ljós að hann var undir áhrifum fíkniefna og án gildra ökuréttinda í þokkabót. Eftir hefbundið ferli var hann laus.

Kortér í þrjú í nótt óskuðu dyraverðir á skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur eftir aðstoð en þeir héldu þar aðila sem hafði verið til vandræða. Lögreglan tók við málinu á vettvangi.

Ökumaður var stöðvaður í miðborginni klukkan 03:40, grunaður um ölvunarakstur. Eftir sýnatöku var honum sleppt.

Á sama tíma barst lögreglu tilkynning um slagsmál í miðborginni en slagsmálin voru búin þegar lögreglu bar að garði. Meintur gerandi var handtekinn stuttu síðar nærri vettvangi.

- Auglýsing -

Fimm mínútum síðar hafði einstaklingur samband við lögregluna og sagðist hafa verið beittur piparúða. Málið er í rannsókn hjá lögreglu.

Þá kemur fram í dagbókinni að ýmis minniháttar mál hafi komið upp vegna ölvunar og slagsmála.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -