Fimmtudagur 2. maí, 2024
6.1 C
Reykjavik

Minningarsjóður um Arnar Gunnarsson stofnaður: „Við erum bæði stolt og hrærð“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í dag var minningarsjóður um Arnar Gunnarsson, kennar og handknattleiksþjálfara stofnaður en Arnar lést 3. mars árið 2023.

Samkvæmt Akureyri.net eru það systkini Arnars sem standa að stofnuninni en á þessum degi fyrir ári síðan fannst Arnar látinn í fjöruborðinu við Fitjabraut í Reykjanesbæ.

„Við erum bæði stolt og hrærð á þessum degi þegar minningarsjóðurinn um Adda bróður er stofnaður, honum til heiðurs og höldum við þannig minningunni, um góðan dreng og hans störf í þágu handboltans, á lofti,“ segir Samúel Ívar Árnason, bróðir Arnars, í tilkynningu.

Systkini Arnars sem standa að sjóðnum, frá vinstri: Sólveig Árnadóttir, Stefán Árnason og Samúel Ívar Árnason.

Í tilkynningunni kemur fram að sjóðnum sé ætlað að styðja við unga og efnilega handboltaiðkendur sem stefna hátt, sem og að auka fræðslu til foreldra og forráðamanna barna í íþróttum. Þá á sjóðurinn sömuleiðis að heiðra minningu Arnars.

Hægt er að leggja inn frjáls framlög á reikning hjá Sparisjóði Höfðhverfinga þar sem Arnar var viðskiptavinur um árabil.

  • Minningarsjóður um Adda – 1187 – 05 – 255000
  • Kennitala: 6503241450

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -