Fimmtudagur 2. maí, 2024
6.8 C
Reykjavik

Erna missti allt í brunanum á Garðatorgi: „Búið að vera ótrú­legt ferli“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Snyrtifræðimeistarinn Erna Gísladóttir hefur ákveðið að halda áfram með Snyrtistofu Garðatorgs en í síðustu viku kom upp bruni á stofunni á Garðatorgi og óhætt er að segja að hann hafi haft gífurlega mikil áhrif á starfsemina.

„Nei, það tókst því miður ekki að bjarga neinu, við átt­um því ekk­ert á fimmtu­dag­inn til að hefja aft­ur rekst­ur­inn,“ sagði Erna Gísladóttir um málið við mbl.is en nýja staðsetning stofunnar er Hlíðarsmári 6 í Kópavogi en er sú staðsetning að svo stöddu tímabundin. Erna segir að hún hafi fengið ótrúlega mikla hjálp við að koma upp starfseminni aftur.

„Það eru jafn­vel kon­ur í fag­inu sem ég þekki ekki sem lána mér stóla og græj­ur, þannig þetta er búið að vera ótrú­legt ferli, einnig hafa heild­söl­ur og birgjar hjálpað til við að koma okk­ur aft­ur í gang,“ en ellefu manns vinna hjá fyrirtækinu.

„Með vel­vilja, frá­bæru starfs­fólki og hóp af góðu fólki sem sam­an­stend­ur af fjöl­skyldu og vin­um tókst okk­ur að opna aft­ur á miðviku­dag­inn,“ sagði Erna og að hún bíði spennt eftir að geta þjónustað alla þá viðskiptavini sem hafa verið hjá henni undanfarin 20 ár.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -