Laugardagur 15. júní, 2024
10.8 C
Reykjavik

Móðir látna fangans stígur fram: „Sumir hlutir verða ekki aftur teknir“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þann 6. maí lést Ingvi Hrafn Tómasson á Litla Hrauni eftir að hafa tekið eigið lífið og hefur ýmsum spurningum varðandi hvernig meðferð Ingvi fékk í kerfinu verið ósvarað. Berglind Viggósdóttir, móðir Ingva, gagnrýnir fangelsismálayfirvöld fyrir hvernig tekið var á málum Ingva en hann var í afplánun á Vernd og kominn í vinnu.

Sjá nánar: Vill draga yfirvöld til ábyrgðar vegna dauða sonar hans: „Ingvi var settur inn án dóms og laga“

Svo kom skellurinn, í lok apríl er hann ásakaður um afbrot, athugið sérstaklega – ásakaður. Fangelsismálastofnun tekur ákvörðun um það hvort Ingvi Hrafn gæti ekki verið lengur í opnu úrræði og skyldi fara aftur inn í lokað fangelsi. Þarna er rannsókn á frumstigi og neitaði Ingvi Hrafn staðfastlega að hafa brotið af sér. En þar sem að hann er í afplánum þá skiptir það engu máli hvort hann er sekur og eða saklaus, hann var sviptur frelsinu og inn skyldi hann fara. Geðþóttarákvörðun hefur þarna allt um það að segja hvort hann fái að halda áfram að vera nokkuð frjáls maður í afplánun í opnu úrræði, í sinni vinnu og að leggja til samfélagsins. Þá hlýtur að skipta máli hvernig embættin ræða saman – lágu frammi einhver sönnunargögn sem studdu það að Ingvi skyldi sviptur frelsi, eða ekki. Lögregla handtók hann um 2 klst. eftir meint brot – á grundvelli þess að kæra hefði borist. Fleiri voru sönnunargögnin ekki. Hefði hinn almenni og gegni borgari verið í sömu stöðu, hefði hann gengið út af lögreglustöðinni á Hverfisgötu að lokinni skýrslutöku og beðið eftir niðurstöðum rannsóknarinnar heima hjá sér,“ skrifar Berglind í pistli sem hún birti á Vísi.

Hún segir það sé gífurlegt áfall fyrir einstakling eins og Ingva að finna fyrir frelsi og vera kippt aftur í fangelsi án dóms og sönnunargagna. Að sögn Berglindar óskaði Ingvi eftir að fá tíma hjá Geðheilsuteymi Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. 

„Viðtalið fór aldrei fram þann 6. maí því þegar að fangaverðir opnuðu klefa hans að morgni 5. maí fannst Ingvi Hrafn látinn í klefa sínum á Litla Hrauni og hafði tekið sitt eigið líf.

Dagurinn 5. maí var alltaf þungbær fyrir Ingva Hrafn, en bróðir hans lést á þessum degi fyrir 6 árum síðan. Nú er ég búin að missa annan son, son sem kerfið brást og hefði verið hægt að bjarga.“

Í pistlinum kallar hún eftir því að yfirvöld bæti geðheilsuteymi í fangelsum landsins, það sé lágmarksvirðing sem þurfi að sýna föngum.

- Auglýsing -

„Ég hef misst son, og syni ef út í það er farið. Sumir hlutir verða ekki aftur teknir. Það er einlæg ósk mín að fráfall Ingva Hrafns hafi áhrif á breytingar til hins betra á geðheilbrigði fanga og tengdri þjónustu þeirra. Mín barátta er rétt að byrja,“ skrifar hún að lokum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -