Þriðjudagur 21. maí, 2024
8.8 C
Reykjavik

Mogginn dregur til baka fullyrðingar um Jakob Valgeir ehf – Rangt haft eftir Þorsteini Má

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Morgunblaðið hefur leiðrétt frétt sem birtist í blaðinu í síðustu viku.

Fullyrðing Morgunblaðsins um að Þorsteinn Már Baldvinsson hefði sagt í hlaðvarpsþætti að salan á Guðbjörgu ÍS hefði lagt grunninn að fyrirtækinu Jakob Valgeir í Bolungarvík, hefur nú verið dregin til baka af blaðinu. Segir í leiðréttingu mbl.is að ranglega hafi verið haft eftir Þorsteini Má.

Mannlíf skrifaði frétt í fyrradag sem unnin var upp úr frétt bb.is, þar Flosi Valgeir Jakobsson hafnaði orðum sem Morgunblaðið sagði haft eftir Þorsteini Má Baldvinssyni, um að salan á Guðbjörgu ÍS á sínum tíma hafi lagt grunninn að Jakobi Valgeir ehf í Bolungarvík. Morgunblaðið hefur nú, eins og fram kemur hér fyrir ofan, leiðrétt frétt sína og sagt að rangt hafi verið haft eftir Þorsteini.

Samkvæmt bb.is stendur sú fullyrðing Þorsteins Más áfram, að sá peningur sem fékkst út úr Samherja hafi verið nýttur til þess að kaupa veiðiheimildir sem voru miklu meiri en á Guðbjörginni á sínum tíma. Segir í frétt bb.is að Þorsteinn hafi gefið það í skyn að salan hafi verið til góðs fyrir Vestfirðinga.

Alls fylgdu 3.400 þorskígildistonna kvóti með sölunn á Guðbjörgu ÍS til Samherja á sínum tíma, að því er fram kemur í frétt Bæjarins besta 15. janúar árið 1997. Ásgeir Guðbjartsson átti 25 prósent í útgerðarfélagi Guðbjargar ÍS en stofnaði síðar útgerðarfélagið Guðbjart með syni sínum, sem gerði út smábát. Árið 2005 var það svo selt til Jakobs Valgeirs ehf. með um 360 tonna kvóta fyrir um 300 milljónir króna. Fram kemur í frétt bb.is að stjórnendur Jakobs Valgeirs segi að um hafi verið að ræða viðskipti en ekki fjármagnstilfærslu.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -