Þriðjudagur 21. maí, 2024
6.8 C
Reykjavik

Mögulegt að Grindvíkingar geti haldið jól heima

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum telur ekki ólíklegt að Grindvíkingar geti haldið jól í bænum. Vísir greindi fyrst frá í dag en næsta hættumat Veðurstofunnar verður gefið út á miðvikudaginn næstkomandi.

Frá 14.desember hafa íbúar megað dvelja í bænum frá klukkan sjö á morgnanna til níu á kvöldin. Hættustig almannavarna hefur verið í Grindavík frá 23. nóvember en dvalartíminn hefur smám saman verið rýmkaður síðan þá. Þá segir Úlfar að þolinmæði íbúa sé á þrotum og að nokkrir íbúar hafi neitað að yfirgefa heimili sín í gærkvöldi. Málið var að lokum leyst og íbúarnir farið úr bænum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -