Sunnudagur 5. maí, 2024
2.8 C
Reykjavik

Mun áfram rigna á Austurlandi: „Ef það ger­ist eitt­hvað, þá er það í dag eða í kvöld“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Stöðug rigning var í nótt á Austurlandi að sögn Veðurstofu Íslands.

Hús voru rýmd í gær á Seyðisfirði vegna möguleika um skriðuföll en engar tilkynningar hafa borist til Veðurstofu hingað til. „Það held­ur áfram að rigna, linnu­laust,“ sagði Þor­steinn V. Jóns­son, veður­fræðing­ur Veður­stof­unn­ar, í sam­tali við mbl.is. „Þetta tek­ur smá tíma fyr­ir vatnið að metta jarðveg­inn. Sér­fræðing­arn­ir okk­ar eru að fylgj­ast mjög vel með í dag. Ef það ger­ist eitt­hvað, þá er það í dag eða í kvöld.“

Þá hefur Þorsteinn ekki miklar áhyggjur af veðrinu á Siglufirði en þak fauk af húsi í bænum í nótt.

„Þegar það er viss átt á Sigluf­irði þá nær streng­ur­inn ein­hvern veg­inn að magn­ast inn fjörðinn. Það er ekk­ert óveður þannig, við erum ekki með nein­ar viðvar­an­ir á Norður­landi,“ sagði Þorsteinn um málið.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -