Mannanafnanefnd úrskurðaði um ný nöfn.
Þann 24. janúar voru sex ný nöfn leyfð á Íslandi og voru því allar umsóknir sem teknar voru fyrir samþykktar. Öll nöfnin snérust um eiginnöfn og voru fimm kvenmannsnöfn samþykkt og eitt karlmannsnafn.
Kvenmannsnöfnin sem samþykkt voru Föld, Magnína, Nift, Pomóna og Vanja en karlmannsnafnið Náttfari var samþykkt. Ekki var sérstaklega fjallað um þessi nöfn innan nefndarinnar en þau taka öll íslenska beygingu í eignarfalli og standast íslensku reglur.
Hægt er að sjá úrskurði Mannanafnanefndar hér til fróðleiks.