Laugardagur 27. apríl, 2024
2.1 C
Reykjavik

No Borders styðja þingpallamótmælin: „Áform ríkisvaldsins eru knúin áfram af kerfislægum rasisma“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Samtökin No Borders styðja þingpallamótmælin sem fóru fram á Alþingi á mánudaginn.

Baráttusamtökin No Borders sendu frá sér yfirlýsingu í gær þar sem þau segjast styðja tvimælalaust þingpallamótmæli mánudagsins. „Við, No Borders styðjum þingpallamótmæli mánudagsins tvímælalaust. Grimm stefna ríkisstjórnar í útlendingamálum skapar slíka neyð og örvæntingu að grípa verður til örþrifaráða.“ Þannig hefst yfirlýsingin sem birtist á Facebook og var einnig send á fjölmiðla.

Í yfirlýsingunni er farið yfir mótmælin og ástæðan fyrir þeim útskýrð: „Á mánudag, 4. mars áttu sér stað mótmæli á þingpöllum Alþingis þar sem mótmælandi klifraði yfir þingpallana og kallaði til dómsmálaráðherra. Í gangi voru 1. umræður um nýtt útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra. Frumvarpið felur í sér gríðarlega skerðingu á réttindum fólks á flótta og einkennist af afmennskun og aukinni jaðarsetningu þess. Meðal annars snýst frumvarpið um: Flóttafólk með „vernd” í öðru Evrópulandi hafi ENGAN möguleika á að mál þeirra verði skoðuð af íslenskum yfirvöldum.
Skilyrði um fjölskyldusameiningar verði hert og undanþáguregla afnumin.

Kærunefnd útlendingamála minnkuð úr 7 nefndarmönnum í 3.“

Þá segir í yfirlýsingu No Borders að maðurinn sem mótmælti sé flóttamaður sem tilheyri hópi fólks sem vísað var á götuna í ágúst síðastliðinn og hefst nú við í neyðarskýli Rauða krossins. „Mótmælandinn er flóttamaður og tilheyrir hópi fólks sem var vísað á götuna síðastliðinn ágúst. Hann er nú búsettur í neyðarskýli Rauða krossins. Þar dvelur á þriðja tug manns, gjörsamlega réttindalaust og án aðgengis að heilbrigðisþjónustu. Öryggismyndavélar eru á öllum stöðum og fylgjast með hverju fótmáli. Sturtuaðstaðan er í gámum fyrir utan húsið. Þeim ber skylda að yfirgefa húsnæðið frá kl. 10 til kl 17 þó þau hafi í engin hús að venda. Börnum er meinað um að dvelja í neyðarskýlinu og hefur móður á flótta verið vísað á götuna ásamt 18 mánaða gömlu barni sínu.“

Að lokum er talað um yfirvofandi áform ríkisstjórnarinnar um að koma á „fangabúðum fyrir fólk á flótta“ sem samtökin segja „knúin áfram af kerfislægum rasisma og hvítri yfirburðahyggju.“
„Nú áformar ríkisstjórnin einnig að koma á laggirnar fangabúðum fyrir fólk á flótta þar sem meðal annars börn verða færð í varðhald. Þessi fólskulegu áform ríkisvaldsins eru knúin áfram af kerfislægum rasisma og hvítri yfirburðahyggju. Þeirri hugmynd þrælahaldsins að hvít yfirstétt geti hneppt brúnt eða svart fólk í fjötra að eigin geðþótta.

Yfir þessum hópi, auk alls flóttafólks á Íslandi, vofir nú mikil hætta um enn frekari skerðingu á réttindum þeirra, verði frumvarpið samþykkt.“

- Auglýsing -

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -