Laugardagur 24. febrúar, 2024
-1.2 C
Reykjavik

Ný vending í hvarfi Friðfinns: Sagður hafa talað við hættulegt par í undirheimunum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Séra Kristinn Ágúst Friðfinnsson, faðir Friðfinns Freys Kristinssonar, 42 ára manns sem ekkert hefur spurst til síðan á fimmtudaginn, segir í samtali við DV að hann hafi haft fregnir af syni sínum. Vinkona Friðfinns tjáði Séra Kristni að Friðfinnur hafi verið í talsambandi við par í undirheimunum. Karlinn í því sambandi sé enn fremur sagður mjög hættulegur.

DV greinir einnig frá því að orðið á götunni sé að menn í undirheimunum hafi ógnað Friðfinni undanfarið vegna skulda. Friðfinnur hafði átt í fíknivanda en um nokkurt skeið verið á beinu brautinni. Hann hafi þó fallið stuttu áður en hann hvarf.

Séra Kristinn segir vísbendingar í málinu vera mjög misvísandi. „Þetta er þvers og kruss. Mér finnst svo skrýtið að hundarnir fóru niður að sjó, þannig að það stangast allt á. Lögreglan fann þarna skó á leiðinni niður að sjó og þess vegna var talið að hann hefði farið í sjóinn. En svo kemur í ljós að þetta eru alls ekki skórnir hans.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -