Þriðjudagur 10. september, 2024
5.8 C
Reykjavik

Nýjar myndir af sauðfénu á Höfða: „Það er afleiðing á afleitri umönnun: fóðurleysi og vatnsleysi“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Steinunn Árnadóttir, organisti og baráttukona birti í fyrradag nýjar ljósmyndir af því sem hún kallar „Hryllingurinn í Höfða“ en á myndunum má sjá illa farið sauðfé frá bænum Höfða í Borgafirði.

Illa farið með fé.
Ljósmynd: Steinunn Árnadóttir

Steinunn hefur í gegnum tíðina verið ötul í að benda á slæmt ásigkomulag sauðfés frá bænum Höfða í Þverárhlíð í Borgarfirði. Hefur hún lengi gagnrýnt Matvælaeftirlitið sem og yfirvöld sveitarfélagsins, en hún segir slæma meðferð á fénu fara fram undir „vökulu eftirliti Matvælastofnunarinnar“.

Sorglegt ástand.
Ljósmynd: Steinunn Árnadóttir

Færslu Steinunnar má lesa hér fyrir neðan:

„Framhaldssagan úr Hryllingnum:

Þegar búið er að klæða vesalingana úr öllum reifunum kemur í ljós hversu slæmt ástand er á holdafari. Það er afleiðing á afleitri umönnun: fóðurleysi og vatnsleysi.
Þetta er undir stöðugu, vökulu eftirliti Matvælastofnunarinnar.
Almenningur borgar í þetta með skattpeningum sínum, því þessi búskapur fær umtalsverðar upphæðir fyrir gæðastýringu (sjá inn á mælaborði landbúnaðarins á vef Stjórnarráðið (ef)
Nú fer í hönd sauðburður!!“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -