Miðvikudagur 10. apríl, 2024
0.8 C
Reykjavik

Okur Ómars – Gert að endurgreiða fórnarlambi umferðarslyss hluta lögmannsþóknunnar

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ómar R. Valdimarsson, lögmaður, skal greiða fyrrverandi umbjóðanda sínum 490 þúsund krónur, auk dráttarvaxta, af 1,1 milljón krónum sem hann rukkaði í lögmannsþóknun.

Í maí 2020 lendir kona í umferðarslysi og leitar hún á náðir Ómars til að annast málið og innheimta bætur frá bótaskyldu tryggingafélagi.

4,4 milljónir voru heildarbætur fullnaðaruppgjörs og af þeim voru 356 þúsund krón­ur vegna lög­manns­kostnaðar. Þá ritaði Ómar undir uppgjörið fyrir hönd konunnar og tók við milljónunum inn á fjörvörslureikning í sínu nafni og lögmannsstofu sinnar, Esja legal.

Ómar greiddi konunni 3,3 milljónir og hélt sjálfur eftir 1,1 milljón eyrnamerkti sem þóknun lögmanns.

Las um okur Ómars í blöðunum

Konan sem í slysinnu lenti las ári síðar í dagblöðum fjölmiðils að Ómari hafi verið gert að endurgreiða skjólstæðingi sínum hluta lögmannsþóknunnar sinnar. Úrskurðarnefnd lögmanna kveðið að end­ur­gjald varn­araðila ætti ekki að nema meira en 75 prósenta álagi á þókn­un trygg­inga­fé­lags­ins til varn­araðila.

- Auglýsing -

Í kjölfarið setur faðir konunnar sig í samband við Ómar R. og krafist útskýringa. Komst faðirinn þá að lögmaðurinn hafi okrað á sama hátt á dóttur hans.

Konan fær þá aðstoð nýs lögmanns til að innheimta og krefja Ómar um endurgreiðslu upp á 490 þúsund krónur. Að sögn Ómars ku hann hafa verið fús til endurgreiðslu að því gefnu að hinn nýi lögmaður vísaði umboði fyrir hönd konunnar.

Ómar réttlætti að hafa ekki greitt kröfu konunnar sökum seinagangs og sinnuleysis nýja lögmannsins þegar hann hafi ítrekað verið beðinn um umboð.

- Auglýsing -

Ómari gert að endurgreiða

14. mars síðastliðinn féll dómur í málinu, Ómari og lögmannsstofu hans var gert að greiða konunni 490 þúsund auk dráttarvaxta frá 20. júlí 2023. Ómar var ósáttur með að þurfa að greiða dráttarvexti og hann bar fyrir sig að hafa ekki haft upplýsingar um reikningsnúmer konunnar, þrátt fyrir að hann hafi áður greitt inn á reikning hennar bætur vegna slyssins.

Dómurinn féllst á, með Ómari, að nýr lög­maður kon­unn­ar hefði verið átt að fram­vísa umboði kon­unn­ar, sem hann gerði ekki þrátt fyr­ir ít­rekaðar ósk­ir.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -