Örn Ægir hefur í fjöldi ára hlýjað ófáum fuglum í mesta vetrarfrostinu með því að hleypa þeim inn á heimili sitt.
Í Facebook-hópnum Fuglafóðrun birti Örn Ægir Reynisson færslur á dögunum þar sem hann birti myndskeið sem sýna þresti sem hann hafði hleypt inn á heimli sitt í Reykjavík þegar það var hvað kaldast um jólin. Byrjaði hann á þessu árið 2018 en sá þröstur hefur komið á hverju ári síðan.
Í samtali við Mannlíf segir Örn Ægir að í byrjun hafi þetta verið 20 þrestir og nokkir starrar.
„Svo kom hann alltaf inn þegar fyrsta óveðrið kom á veturnar eins og til að minna á matinn yfir veturinn en í vetur er hann búinn að koma að minnsta kosti fjórum sinnum inn og vera í nokkra daga var hér inni yfir jólin,“ bætti hann við.
Segir Örn Ægir ennfremur að þrösturinn frá 2018 tali við hann með sérstöku látbragði:
„Hann talar við mann með látbragði og tísti svo er eins og hann finni á sér hvað maður segir við hann líka. Hann tístir alltaf á vissan hátt þegar hann kemur þá veit maður hver er á ferðinni.“
En hvernig eru smáfuglarnir svona í heildina?
„Þeir eru ótrúlega gáfaðir og skemmtilegir,“ svaraði Örn Ægir að bragði.