Föstudagur 19. apríl, 2024
2.1 C
Reykjavik

Örn Ægir er sannkallaður smáfuglahvíslari: „Þeir eru ótrúlega gáfaðir og skemmtilegir“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Örn Ægir hefur í fjöldi ára hlýjað ófáum fuglum í mesta vetrarfrostinu með því að hleypa þeim inn á heimili sitt.

Í Facebook-hópnum Fuglafóðrun birti Örn Ægir Reynisson færslur á dögunum þar sem hann birti myndskeið sem sýna þresti sem hann hafði hleypt inn á heimli sitt í Reykjavík þegar það var hvað kaldast um jólin. Byrjaði hann á þessu árið 2018 en sá þröstur hefur komið á hverju ári síðan.

Í samtali við Mannlíf segir Örn Ægir að í byrjun hafi þetta verið 20 þrestir og nokkir starrar.

„Ég er búinn að gera þetta hérna í mörg ár en fyrst voru þetta um 20 þrestir sem eru allt árið og starrarnir hérna úr næsta nágrenni. Þetta er orðin nokkur hundruð stykki núna af báðum tegundum. Þessi sem kemur oftast í heimsókn var hér hjá mér í þrjár vikur árið 2018, tognaður á væng,“ sagði Örn en þann fugl má sjá hér fyrir neðan.

„Svo kom hann alltaf inn þegar fyrsta óveðrið kom á veturnar eins og til að minna á matinn yfir veturinn en í vetur er hann búinn að koma að minnsta kosti fjórum sinnum inn og vera í nokkra daga var hér inni yfir jólin,“ bætti hann við.

Segir Örn Ægir ennfremur að þrösturinn frá 2018 tali við hann með sérstöku látbragði:

- Auglýsing -

„Hann talar við mann með látbragði og tísti svo er eins og hann finni á sér hvað maður segir við hann líka. Hann tístir alltaf á vissan hátt þegar hann kemur þá veit maður hver er á ferðinni.“

En hvernig eru smáfuglarnir svona í heildina?

„Þeir eru ótrúlega gáfaðir og skemmtilegir,“ svaraði Örn Ægir að bragði.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -