Föstudagur 19. apríl, 2024
2.1 C
Reykjavik

Ósætti innan ríkisstjórnarinnar með sölu Jóns á TF-SIF – Bjarkey boðar til fundar

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Samkvæmt Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmanni Vinstri grænna og formanns fjárlaganefndar hefur Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra enga heimild fyrir sölunni á TF-SIF.

Ljóst er á frétt Rúv að ósætti virðist vera innan stjórnarheimilisins vegna fyrirhugaðrar sölu dómsmálaráðherra á flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SIF. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir formaður fjárlaganefndar segir heimild í fjárlögum fyrir kaupum eða leigu á þremur björgunarþyrlum fyrir Gæsluna og sölu á eldri þyrlu, TF-LÍF. Hvergi er minnst á TF-SIF í fjárlögunum. Samkvæmt Rúv segist Bjarkey vera ósátt með vinnubrögð Jóns og alls ekki ánægð með ákvörðunina, ekki síst vegna þess að engin umræða hefur farið fram um téða sölu.

Ætlar hún að boða fjárlaganefnd til fundar um málið á morgun og óskar hún eftir því að dómsmálaráðherrann sem og fulltrúi Gæslunnar mæti á fundinn.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -