Föstudagur 26. júlí, 2024
11.4 C
Reykjavik

Ósammála um orsök rútuslyss Lionsmanna í Dynki: „Mín­ir menn sáu ekki þess merki“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Vegagerðin segir ekkert benda til þess að vegurinn hafi gefið sig þegar rútuslys varð í Rangárvallasýslu í fyrradag, eins og lögreglan hefur haldið fram.

Jón Gunn­ar Þór­halls­son yf­ir­lög­regluþjónn á Suður­landi sagði í viðtali við Vísi að vísbendingar væru um að vegurinn hafi gefið sig að hluta þegar rúta, sem full var af Íslendingum úr Lionsklúbbinum Dynki, 27 talsins, valt með þeim afleiðingum að öll þau sem voru í rútunni voru flutt á sjúkrahús. Enginn lést í slysinu en allir slösuðust, mismikið þó. Sjö voru fluttir með þyrlu

„En það sjást ummerki á veginum, það er nýbúið að hefla þennan veg og hann er mjúkur. Það er að vora og vegirnir geta verið mjúkir. Það voru ummerki um að vegurinn hafi að hluta til gefið sig, en þetta er allt eitthvað sem á eftir að staðfesta í samtali við bílstjóra líka,“ sagði Jón Gunnar Þórhallsson í samtali við Vísi.

Þessu er G. Pét­ur Matth­ías­son, upp­lýs­inga­full­trúi Vega­gerðar­inn­ar ósammála. Í samtali við mbl.is segir hann sína menn ekki hafa séð nein merki um slíkt:

„Mín­ir menn sáu ekki þess merki að veg­ur­inn hefði gefið sig. Rút­an er þarna ut­ar­lega á mjó­um vegi, það eru lé­leg­ar sjón­lengd­ir þarna fram und­an, en við sjá­um þess ekki merki að veg­ur­inn sjálf­ur hafi farið und­an rút­unni,“ seg­ir hann.

Tók hann þó fram að enn eigi eftir að rannsaka orsök slyssins og að Vegerðing haldi áfram að fara yfir málið. Að hans mati sé of snemmt að segja til um ástæður slyssins.

- Auglýsing -

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -