Laugardagur 20. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Ósáttir farþegar Icelandair fengu tæpar 190 þúsund krónur fyrir ónýta ferðatösku úr járni

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Icelandair hefur verið gert að greiða viðskiptavinum rétt tæpar 190 þúsund krónur fyrir tjón á ferðatösku. Þetta kom fram í ákvörðun Samgöngustofu sem hækkaði skaðabótaupphæðina sem Icelandair hafði boðið eigendum ferðatöskunnar en Vísir fjallaði um málið í morgun. Farþegarnir voru á leiðinni frá Chicago til Keflavíkur í maí á síðasta ári þegar taskan skemmdist  í vörslu flugfélagsins. Farþegarnir fylltu út tjónaskýrslu við komuna til landsins og skiluðu einnig inn greiðslukvittun fyrir ferðatöskunni til Samgöngustofu.

Í skýrslunni kom fram að taskan hafði verið keypt árið 2019 fyrir 189 þúsund krónur. Þá sögðu farþegarnir að taskan hafi verið eins og ný. ,,Það þarf virkilega slæma meðferð og kæruleysi starfsmanna til að geta skemmt tösku úr járni eins og gerðist hjá starfsmönnum á vegum Icelandair,“ sagði enn fremur í skýrslunni. Icelandair bauð ósáttum farþegunum  tæpar 143 þúsund krónur í bætur en við ákvörðun upphæðar hafði verið gert ráð fyrir verðrýrnun upp á 10 prósent frá árinu 2019, þegar taskan var keypt. Farþegarnir sættu sig ekki við þetta og sögðu þau töskuna hafa verið keypta með það í huga að þurfa aldrei aftur að kaupa aðra tösku.

Auk þess var tekið fram að umrædd gerð af tösku væri ekki fáanleg á Íslandi og myndi kosta 260 til 270 þúsund krónur að senda töskuna til landsins, með sköttum. Niðurstaða málsins var sú, samkvæmt útreikningum Samgöngustofu, að Icelandair var gert að greiða viðskiptavinunum 188.329 krónur fyrir tjónið.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -