Laugardagur 27. júlí, 2024
10.8 C
Reykjavik

Óskar Steinn um lokun Hamarsins: „Ekkert samráð eða samtal hefur átt sér stað“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Óskar Steinn Óskarsson fer hér yfir ákvörðun fræðsluráðs og fjölskylduráðs Hafnarfjarðar um að leggja niður ungmennahúsið Hamarinn:

1. Síðastliðinn miðvikudag fengum við fastráðnu starfsmenn Hamarsins símhringingu frá mannauðsstjóra og uppsagnarbréf í tölvupósti daginn eftir.

2. Fimm tímastarfsmenn til viðbótar sem eru á tímabundnum samningum en hafa starfað í Hamrinum í allt að fjögur ár hafa ekkert símtal fengið og engar upplýsingar frá bænum um stöðuna.

3. Ekkert samráð eða samtal hefur átt sér stað við starfsfólk Hamarsins um fyrirhugaðar skipulagsbreytingar.

4. Ekkert samráð eða samtal hefur átt sér stað við notendur Hamarsins eða ungmennaráð Hafnarfjarðar um fyrirhugaðar skipulagsbreytingar.

Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri Hafnarfjarðar.

5. Á fundi þann 31. maí 2023 bókaði fræðsluráð að fela sviðsstjóra mennta- og lýðheilsusviðs að skila minnisblaði um nýtingu ungmennahúsanna Hamarsins og Músík og mótor og kalla eftir nánari útskýringum ungmennaráðs á tillögu þeirra að einu stóru ungmennahúsi í núverandi húsnæði Bókasafns Hafnarfjarðar. Umrætt minnisblað hefur enn ekki litið dagsins ljós og eins og fyrr segir hefur sviðsstjórinn ekkert samtal átt við starfsfólk Hamarsins eða ungmennaráð Hafnarfjarðar.

- Auglýsing -

6. Í minnisblaði sem lagt var fram til grundvallar ákvörðunar fræðsluráðs og fjölskylduráðs þann 29. maí síðastliðinn er hvorki að finna nein efnisleg rök fyrir lokun Hamarsins né nokkra greiningu á nýtingu ungmennahúsa bæjarins sem gæti legið til grundvallar lokuninni.

Valdimar Víðisson tekur við sem bæjarstjóri af Rósu í ársbyrjun 2025.

7. Eins og segir í ályktun frá Samfés um málið þá hefur ungmennahúsið Hamarinn verið til fyrirmyndar í tómstunda- og félagsmálastarfi fyrir ungmenni og hróður þess farið víða um Evrópu á undanförnum árum. Verði Hamrinum lokað mun mikil fagþekking og reynsla af starfi með börnum og ungmennum tapast og er það ekki einungis missir fyrir börn og ungmenni í Hafnarfirði heldur allan tómstunda- og frístundavettvanginn á landsvísu. Við þetta má bæta að Hamarinn á von á heimsókn frá hópi írskra hinsegin ungmenna næsta haust í tengslum við Erasmus+ ungmennaskiptaverkefni. Þetta verkefni er nú í uppnámi ásamt a.m.k. þremur öðrum sem eru ýmist samþykkt eða á vinnslustigi. Ég vona innilega að meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar sjái að sér í þessu máli, dragi ákvörðunina til baka og tryggi áfram metnaðarfullt og faglegt tómstundastarf fyrir hafnfirsk ungmenni.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -