Laugardagur 14. september, 2024
2.8 C
Reykjavik

Páll Óskar giftist ástinni sinni: „Þau hafa aldrei séð mig svona hamingjusaman í lífinu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Tónlistamaðurinn Páll Óskar er búinn að gifta sig en hann greinir frá þessu á samfélagsmiðlinum Facebook.

„Við turtildúfurnar giftum okkur heima í stofu kl. 10.00 í gærmorgun 27. mars. Besti dagur lífs okkar, fullur af ást og skilyrðislausum kærleika,“ skrifaði tónlistarmaðurinn. „Takk Brynhildur vinkona og athafnastjóri hjá Siðmennt fyrir að massa þetta með okkur. Við munum endurtaka þetta síðar með öllum sem við þekkjum í risabrúðkaupsveislu. Takk, Edgar Antonio Lucena Angarita, ástin í lífi mínu og núna maðurinn minn. Allir sem þekkja mig segja það sama: þau hafa aldrei séð mig svona hamingjusaman í lífinu. Ég ætla að vera besti eiginmaður í heimi, og ákkurat þegar þú heldur að ég geti ekki orðið betri fyrir þig, þá mun ég halda áfram að koma þér á óvart, bæta mig meira og verða bara betri. Cada día es un Aventura! Ég elska þig. Þinn, Palli“

Páll hefur lengi verið einn af þekktustu og færustu tónlistarmönnum Íslands og hefur kennt sig við ástina og bjó hann til persónuna Dr. Love á sínum tíma við frábærar undirtektir landsmanna. Þá hefur hann gefið út fjölda laga sem tengjast ástinni og þekkja flestir lagið Allt fyrir ástina en þeir Edgar hafa þekkst síðan í janúar 2023.

Páll skellti sér fyrir stuttu í veitingahúsarekstur en hann opnaði staðinn Pizza 107 fyrir stuttu með Valgeiri Gunnlaugssyni.

May be an image of 2 people and suit

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -