Laugardagur 7. desember, 2024
-2.2 C
Reykjavik

Páll sagður ýta undir kvenfyrirlitningu og hatur

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Páll Magnússon, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins og útvarpsstjóri, blandar sér í skessumálið á Facebook og segir Eddu Falak eiga skilið afsökunarbeiðni frá þeim sem merktu skessu nafni hennar á Þrettándanum í Vestmannaeyjum. Hann hafnar því þó alfarið að það hafi verið rasismi þrátt fyrir að skessan hafi helst líkst litla svarta Sambó.

Mynd/Skjáskot sem Edda birtir á Twitter.

Páll skrifar: „Þeir sem skreyttu tröllin á Þrettándanum í Eyjum gerðu sig seka um dómgreindarlaust smekkleysi þegar eitt tröllið var merkt með afbökuðu nafni Eddu Falak. Þetta kallaði á skýra og afdráttarlausa afsökunarbeiðni frá ÍBV – bæði opinberlega og til Eddu persónulega – með loforði um bót og betrun. En að kalla þetta “hatursorðræðu“, “rasisma“ eða “ofbeldishótun“ er einfaldlega yfirgengilegur hugtakaruglingur – og óðaverðbólga í orðanotkun.“

Hann bætir svo við þetta: „Hvaða hugtök ætla menn að nota um þessi fyrirbrigði þegar þau skjóta raunverulega upp kollinum ef búið er að gengisfella þau svona rækilega? Þegar þessi hugtök eru notuð svona gáleysislega er beinlínis verið að gera lítið úr þolendum raunverulegrar hatursorðræðu, ofbeldis og rasisma.“

Ekki eru allir sammála þessu en Sema Erla Serdar segir í athugasemd að Páll sé með þessum skrifum að ýta undir kvenfyrirlitningu og hatur. Sema skrifar:

„Það er almennt ekkert sérstaklega vel séð að fólk í yfirburða- og valdastöðu í samfélaginu sem mun aldrei upplifa hatursorðræðu og rasisma sé að skilgreina fyrir þolendur hvað sé og hvað sé ekki hatursorðræða og rasismi enda munu þið aldrei skilja áhrifin og þær alvarlegu afleiðingar sem því geta fylgt að vera þolendur slíks ofbeldis.“

Hún segir að skilgreiningarvaldið sé ekki hjá honum. „Það er því æskilegt að spyrja sig að því hvort skilgreiningarvaldið sé ykkar eða ekki. Því næst væri æskilegt að afneita ekki upplifun þolenda hatursorðræðu og rasisma og sýna frekar auðmýkt og stuðning í stað þess að vera með tilraun til réttlætis sem gerir nákvæmlega ekkert fyrir neinn og er einungis til þess fallin að gera lítið úr ofbeldinu og afleiðingum þess,“ segir Sema og heldur áfram:

- Auglýsing -

„Að því sögðu hvet ég þig og stuðningsfólk þitt hér til þess að kynna sér skilgreiningar og birtingarmyndir hatursorðræðu. Þið munuð þá mögulega sjá að það að uppnefna konu af erlendum uppruna (út frá erlendu ættarnafni hennar), setja nafn hennar á svarta brúðu og láta hana ganga innan um brennandi kyndla er auðvitað ekkert annað en kvenfyrirlitning og hatursorðræða.“

Sema vísar svo í almenn hegningarlög og biður Eyjamenn að hugsa um gjörningin í því samhengi:

„Til stuðning er hér grein 233a. í almennum hegningarlögum. Ef þið sjáið þetta ekki hvet ég ykkur til frekari sjálfsskoðunar.

- Auglýsing -

„Hver sem opinberlega hæðist að, rógber, smánar eða ógnar manni eða hópi manna með ummælum eða annars konar tjáningu, svo sem með myndum eða táknum, vegna [þjóðernisuppruna eða þjóðlegs uppruna], litarháttar, kynþáttar, trúarbragða, [fötlunar, kyneinkenna], kynhneigðar eða kynvitundar, eða breiðir slíkt út, skal sæta sektum eða fangelsi allt að 2 árum.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -