Miðvikudagur 22. maí, 2024
5.8 C
Reykjavik

Páll skipstjóri um brotthvarf Þóru: „Verðlaun eru ekki ávísun á heiðarleg vinnubrögð“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Þóra segist vera margverðlaunuð. Verðlaun eru ekki ávísun á heiðarleg vinnubrögð eins og sumir vilja vera láta,“ segir Páll Steingrímsson skipstjóri um brotthvarf Þóru Arnórsdóttur af Ríkisútvarpinu. Hann vitnar til hneykslismáls á Der Spiegel þar sem verðlaunablaðamaðurinn Claas Relotius var afhjúpaður fyrir falsfréttir.

Páll hefur haft alvarlegar athugasemdir við aðkomu Þóru að svonefndu skæruliðamáli sem snýst um að síma Páls var rænt þar sem hann var meðvitundarlaus á sjúkrabeði og hann afritaður. Páll hefur haldið því fram að honum hafi verið byrlað ólyfjan sem leiddi til hinna alvarlegu veikinda. Fyrir liggur að fyrrverandi eiginkona Páls tók símann ófrjálsri hendi. Samkvæmt lögregluskýrslum var Þóra Arnórsdóttir ítrekað í sambandi við konuna eftir þjófnaðinn. Fréttir birtust um skæruliðasveit Samherja í Kjarnanum og á Stundinni en ekki á RÚV.

Lögreglustjórinn á Norðurlandi hóf rannsókn á málinu og eru nokkrir blaðamenn með stöðu sakborninga. Þeirra á meðal er Þóra sem sagði við Heimildina að starfslok hennar ættu sér ekki rætur í aðkomu hennar að skæruliðamálinu. „Nei, ekki þannig. Ég hef aldrei misst svefn yfir neinu sem tengist Samherja og ætla ekki að fara að gera núna,“ sagði hún.

Páll skipstjóri segist ekki efast um að Þóra hafi átt óeðlilega aðkomu að málum. Hann segist ekki vita hvernig rannsóknin á byrlunarmálinu standi. Þar fáist ekki nein svör.

„Ég set allt mitt traust á lögregluna og bíð bara eftir því að hún ljúki sinni rannsókn,“ segir Páll.

Þóra Arnórsdóttir hefur ekki látið Mannlíf ná í sig þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -