Fimmtudagur 16. maí, 2024
8.8 C
Reykjavik

Páll tvíeflist við sakfellinguna: „Meiðyrðamál eru mjög skrítin lögfræði“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Framhaldsskólakennarinn og Moggabloggarinn Páll Vilhjálmsson var sakfelldur í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag fyrir ærumeiðingar um Aðalstein Kjartansson, blaðamann Heimildarinnar. Kveðst Páll ætla að áfrýja málinu.

Samkvæmt frétt Vísis var Páll dæmdur til að greiða Aðalsteini 450.000 krónur í miskabætur, auk 1,4 milljón króna í málskostnað. Þá er honum gert að fjarlægja þau ummæli sem ómerkt eru af bloggsíðu sinni innan 15 daga frá dómsuppsögu. Geri hann það ekki fái hann dagsekt upp á 30.000 krónur á dag þar til ummælin hafa verið fjarlægð. Einnig er honum gert að birta dóminn á Moggabloggi sínu.

„Já, ég var dæmdur fyrir átta ummæli,“ segir Páll í samtali við Vísi en það eru öll ummælin sem Aðalsteinn kvartaði undan í málinu..

En Páll er hvergi banginn þó hann viðurkenni að þetta sé stór biti fyrir mann á kennaralaunum eins og Vísir orðar það.

„Jú, þetta er það. En, nei, ég ætla að áfrýja þessu. Þetta er þöggunarmálsókn af hálfu varaformanns Blaðamannafélagsins og ástæða til að óska honum til hamingju með að þagga niður eðlilega umræðu,“ segir Páll. Þá segir hann að félagar Aðalsteins af Heimildinni, þeir Þórður Snær Júlíusson og Arnar Þór Ingólfsson hafa áður sótt í vasa hans.

„Það er ágætt að einhvers staðar eru djúpir vasar en að blaðamenn stundi svona þöggunarmálsókn er umhugunarefni. En í fyrra málinu, sem þeir Þórður Snær og Arnar Þór unnu í héraðsdómi, því var áfrýjað og verður tekið fyrir í byrjun maí, eða næsta mánuði,“ sagði Páll í samtali við Vísi.

- Auglýsing -

Aðspurður hvort dómurinn muni ekki „slá á putta“ Páls segir hann svo ekki vera, þvert á móti.

„Nei, tvíefla þá, hugsa ég,“ segir Páll og bætir við: „Ólíkt ýmsum öðrum hef ég stundað heiðarlegt starf um ævina, lagt fyrir sparifé, þannig að ég tel mig hafa efni á þessu og svo fékk ég góðan stuðning lesenda Tilfallandi athugasemda þegar ég var dæmdur í máli Þórðar Snæs og Arnars, þannig að ég er ekki með bogið eða brotið bak.“

Páll segist viss um að hann sé að fara með rétt mál en að hann vilji ekki gagnrýna dómarann þar sem hann hafi sjálfsagt dæmt eftir ríkjandi lögum í landinu.

- Auglýsing -

„Ég held að það hafi verið í þínum miðli en þar var greint frá því að manneskja hafi verið sýknuð fyrir að hafa kallað einhverja aðra manneskju nauðgara að ósekju, af því að sú sem hafði þau frammi gerði það í góðri trú. Meiðyrðamál eru mjög skrítin lögfræði.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -