Föstudagur 17. maí, 2024
5.8 C
Reykjavik

Pálmi mærir æskuárin í Árbænum: „Lykill um hálsinn og ekkert vesen“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Það eru fáir fjölmiðlar sem Pálmi Gunnarsson hefur ekki haft mikil og stór áhrif á. Pálmi hefur í gegnum áratugina starfað á Stöð 2, Sjónvarpi Símans og var í fyrra ráðinn til Árvakurs þar sem hann er forstöðumaður stafrænnar þróunar.

Í viðtali á RÚV ræddi Pálmi um ýmis áhugaverð málefni og snertir meðal annars á því þegar hann ólst upp í Árbænum en hann telur Árbæinn vera stórkostlegan. Í dag er Árbæjarskóli stærsti skóli landsins en hann var lítill þegar við vorum. Það voru svona fjórir bekkir í árgangi og góðar minningar. Árbær var bara sveit í borg,“ sagði fjölmiðlamaðurinn knái.

„Það er líka pínu hættulegt, Elliðaárnar eru pínu hættulegur staður og ég fór oft þangað á bólakaf í ána. Að hoppa á milli stokka og steina og svo fer eitthvað úrskeiðis,“ sagði Pálmi en hann hafði mikið frelsi sem barn til að kanna nærumhverfi sitt. „Það var bara lykill um hálsinn og ekkert vesen. Þarna bjuggum við til geggjaðar minningar, alveg ógleymanlegar.“

Ungur útvarpsmaður

Pálmi ákvað snemma að vinna vildi verða útvarpsmaður. „Enginn annar miðill komst að,“ sagði hann um málið en hann var mikill aðdáandi RÚV. „Það voru unglinga- og barnaþættir á morgnana, ég vildi ekki vera truflaður. Ég er með krónískan áhuga á fjölmiðlum, það er það skemmtilegasta sem ég veit um.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -