Laugardagur 18. maí, 2024
7.8 C
Reykjavik

Pólskur rabarbari í íslenskum sultum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Íslensk rabarbarasulta er unnin úr pólskum rabarbara sem hingað er fluttur inn í stórum stíl. Einn framleiðenda segir íslenskan markað ekki ráða við magnið sem til þarf. Íslenskt árferði kemur í veg fyrir meiri afköst.

Rabarbarasultan að margra mati ómissandi með ýmsum réttum og uppistaða í fjölmörgum kræsingum. Það kann að koma manni spánskt fyrir sjónir að stór hluti þess rabarbara sem notaður er til framleiðslu á íslenskri sultu er alls ekki íslenskur. Hann kemur frá Póllandi.

Pólskur fyrir iðnaðinn – íslenskur fyrir heimilin

Í svari frá Kjarnavörum, sem framleiða bæði rabarbarasultu og rabarbaragraut, kemur fram að allur sá rabarbari sem notaður er til að framleiða sultur fyrir iðnaðinn, er fluttur inn frá Póllandi. Ástæðan, segir í svarinu, er sú að magnið sem þarf til sultugerðarinnar sé það mikið að íslenski markaðurinn ráði ekki við það.

Hins vegar er rabarbarinn sem fer í 400 gramma krukkurnar sem fara á neytendamarkað keyptur hér á landi og er lífrænt ræktaður.

Lítið framboð en mikil eftirspurn

- Auglýsing -

Það kann að hljóma undarlega að ekki sé ræktaður rabarbari í nógu stórum stíl hér á landi, enda vex hann víða, innan girðinga og utan.

Fagvörur framleiða rabarbarasultuna fyrir Mömmu-sultur og í svari þeirra við fyrirspurn blaðamanns kom fram að einungis væri íslenskur rabarbari notaður við framleiðsluna.

Samkvæmt upplýsingum frá Sölufélagi garðyrkjumanna eru ákaflega fáir grænmetisbændur sem leggja þar inn rabarbarauppskeru og kílóin það fá að varla sé um uppskeru að ræða.

- Auglýsing -

Kjarnavörur benda á í svari sínu að viljinn til að nota íslenskt hráefni til framleiðslunnar sé til staðar en það sé ekki alltaf hægt bæði vegna lítils framboðs og þess að ekki sé hægt að reiða sig á uppskeruna í íslensku árferði.

Ein góð íslensk uppskrift

Það er vel við hæfi að ljúka þessari umfjöllun með uppskrift að rabarbarasultu þar sem notaður er rammíslenskur rabarbari. Uppskriftin er góð og raunar í hollari kantinum en hún er fengin af vefnum Café Sigrún:

Innihald:

  • 350 gr rabarbari, þveginn og saxaður gróft
  • 100 gr döðlur, saxaðar gróft
  • 60 ml hlynsíróp
  • 0,5 tsk kanill
  • 1 tsk sítrónusafi

Aðferð:

Skolið rabarbarann, skerið laufin frá og hendið þeim og saxið stönglana gróft. Setjið í stóran pott.

Saxið döðlurnar gróft og setjið í pottinn.

Bætið hlynsírópinu, kanilnum og sítrónusafanum saman við. Látið sjóða í 15-20 mínútur.

Gott er að hræra kröftuglega í sultunni með gaffli af og til.

Setjið í sótthreinsaðar krukkur (sjóðið krukkur og lok í 10 mínútur).

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -