Föstudagur 6. desember, 2024
-2.2 C
Reykjavik

Prinsinn hugsar mikið um dauðann: „Ég er annaðhvort ofanjarðar eða neðan“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Náttúrulega, sem Prins, þá er ég svona svolítið að dýrka hversdagsleikann og upphefja hversdagsleikann og setja hann í hátíðlegri búning,“ segir Svavar Pétur Eysteinsson. Hann dýrkar hversdagsleikann með hliðarsjálfi sínu Prins Póló meðan hann glímir við ólæknandi krabbamein á fjórða stigi. Hann hugsar mikið um dauðann en óttast hann ekki. Þetta segir hann í samtali við Kveik.

Rætur Svavars liggja í Breiðholtinu. Hann er mótaður af menningarstraumum níunda áratugarins og það kom ekki annað til greina en að feta listræna braut. Hann lauk námi í grafískri hönnun við Listaháskólann en hefur hitt þjóðina í hjartastað með margverðlaunaðri tónlist sinni og textum þar sem yrkisefnið er nakinn hversdagsleikinn.

„Að ganga inn í góða sjoppu er bara eins og fara inn í gott gallerí.“
Mynd/Skjáskot. Ingvar Haukur Guðmundsson/RÚV.

Svavar og kona hans Berglind Häsler fluttu til Reykjavíkur síðasta sumar með börn sín þrjú frá Karlsstöðum í Berufirði. Þar höfðu þau gert upp býlið, sinnt ferðaþjónustu, matarframleiðslu og blómlegri menningarstarfsemi í sjö ár.

Flutningurinn varð í kjölfar þess að Svavar greindist með krabbamein í vélinda árið 2018. Meinið er óskurðtækt og er á fjórða og síðasta stigi, haldið niðri með reglulegum lyfjagjöfum.

Sú lífsreynsla að greinast með ólæknandi krabbamein hefur haft áhrif á bæði sköpunarþrá Svavars og listaverkin úr smiðju hans.

„Það er svo mikið sjokk að fá svona greiningu að þú ert kannski bara fyrsta árið svolítið stjarfur,“ segir Svavar.

- Auglýsing -

Svavar segist oft vera spurður á förnum vegi hvernig hann hafi það. Það sé auðvitað eðlileg spurning í ljósi þess að margir vita að hann glímir við erfitt krabbamein.

„Stundum þreytist maður á að svara þessari spurningu. Því að fyrir mér er það bara að ég er annaðhvort ofanjarðar eða neðan. Og meðan ég stend hérna fyrir framan þig er ég augljóslega ofanjarðar. Og það í rauninni bara nægir mér. Þó svo að auðvitað sé allt í lagi að ræða málin og fara í gegnum þau, taka stöðuna og svoleiðis, þá finnst mér miklu skemmtilegra að hitta fólk bara og fara beint í að ræða eitthvað hversdagslegt sko. Því það verður oft að einhverju yrkisefni fyrir Prinsinn.“

 

- Auglýsing -

HÉR er hægt að hlusta á þáttinn í heild sinni.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -