Föstudagur 26. apríl, 2024
9.1 C
Reykjavik

Ráðgátan um Glitfaxa – Misvísandi vitnisburður

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Vitnisburður starfsmanna flugturnsins í Keflavík

Mannlíf ræddi á dögunum við Nikulás Sveinsson sem staddur var í flugturninum í Keflavík daginn sem Glitfaxaslysið átti sér stað. Sagðist hinn 94 ára fyrrverandi rafvirki á Vellinum, muna hvert einasta orð sem fór á milli flugturnanna í Reykjavík og Keflavík og vita að flugmaður Glitfaxa hafi í þrígang neitað að lenda í Keflavík, þrátt fyrir ítrekanir um að ekki væri hægt að lenda í Reykjavík sökum veðurs.

En ef gögn um málið eru skoðuð má sjá að Bandaríkjamennirnir tveir, Robert H. Bauerle og Harry Jacob Getz, sem störfuðu í flugturninum í Keflavík þann 31. janúar 1951, neituðu fyrir svokölluðum lögreglurétti, að hafa boðið Glitfaxa að lenda og er það þvert á það sem Nikulás sagði Mannlífi. „Aðspurður skýrir hann svo frá, að flugturninn hér hafi ekki beðið þá að aðstoða hina óþekktu flugvél,“ stendur í skýrslu lögregluréttarins sem Mannlíf hefur skoðað. Sagði hann að flugturninn hafi einungis verið beðinn um að svipast um eftir tveimur flugvélum, en þeir hafi bara séð aðra þeirra. Ekki gátu þeir vitað hvora vélina þeir sáu.

Stangast þessi vitnisburður Bandaríkjamannanna algjörlega á vitnisburð Nikulásar. Ættingjar þeirra sem létust í flugslysinu, hafa sumir talað um ákveðna þöggun um slysið. Að ekki hafi komið fram nákvæmlega hvað gerðist þennan örlagaríka dag fyrir 72 árum, en bent hefur verið á að faðir flugmannsins, Ólafs Jóhannssonar, hafi verið þingmaðurinn og fyrrverandi ráðherrann Jóhann Þ. Jósefsson frá Vestmannaeyjum, en hann var meðal annars samgöngu- og iðnaðarmálaráðherra frá 1949-1950. Skal það látið ósagt hvort þessi tengsl hafi haft einhver áhrif á vitnisburði Bandaríkjamannanna tveggja, en þau eru áhugaverð.

Þessi frétt er bútur úr öðrum kafla fréttaskýringar Mannlífs á Glitfaxaslysinu en heildina má lesa í nýjasta helgarblaði Mannlífs, hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -