Fimmtudagur 28. mars, 2024
1.8 C
Reykjavik

Ragga Nagli : „Víruð upp í rjáfur af koffíni með örari hjartslátt, hærri blóðþrýsting og svima“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Afi Naglans drakk molakaffi. Bleksvarta iðnaðar uppáhellingu með 2-3 sykurmolum dýft ofan í. Sem barn og unglingur horfði Naglinn á yndislega afa sinn sötra úr bollanum og pota neftóbakskornum í nös. Naglanum var ekki boðið uppá sopa af tjörunni. Aldrei datt Naglanum í hug að biðja um slurk af koffíni og sykri í bolla fyrir sjálfa sig. Þetta var ógeðisdrykkur fullorðna fólksins“ segir hin eina sanna Ragga Nagli og bætir við:

„En ungmenni dagsins sötra þessa kombinasjón íblönduðu litarefnum og fabrikkuðu ávaxtabragði úr áldósum allan liðlangan daginn. Tvöföldu til þreföldu magni af kaffibollum er hesthúsað langt fram eftir degi og fram á kvöld. Bættu svo útí aspartame, acesúlfam-K og súkralósa til að þjarma að þarmaflórunni. Toppað með sítrónusýru til að rústa glerungnum.“

Gefur ekkert eftir, Ragga Nagli:

„Víruð upp í rjáfur af koffíni með örari hjartslátt, hærri blóðþrýsting, skjálfta, svima. Ekki séns að festa svefn því taugakerfið er stútfullt af koffíni en helmingunaráhrif koffíns eru 8 tímar svo um miðja nótt er aðeins helmingur af orkudrykknum farið úr skrokknum. Svefninn verður lausari sem truflar svefngæði og svefnlengdin styttri,“ og segir að „ungmenni þurfa 8-10 tíma svefn en rannsóknir sýna að börn og unglingar eru einungis að sofa í 6-7 tíma á nóttu.

Langvarandi svefnleysi hefur í för með sér mjög alvarlegar afleiðingar fyrir andlegt og líkamlegt ástand. Kvíðinn dúndrast upp, sjálfsmyndin fer í niðurfallið og einbeitningin langt út á tún þegar svefninn er í tjóni. Athyglisspönnin og minnisgáfan verður á pari við gullfisk. Frammistaða í íþróttum versnar því samræming hugar og handar er á felgunni og líkur á meiðslum margfaldast.“

Ragga nefnir að „árið 2018 vildi ríkisstjórn Bretlands banna sölu orkudrykkja til allra undir 18 ára aldri vegna skaðlegra áhrifa þeirra á heilsu barna og ungmenna. Ógeðisdrykkurinn af kaffi og sykri er settur í sexý umbúðir orkudrykks með ávaxtabragði og markaðssett sem lausn við þreytu og orkuleysi sem er afleiðing af drykkju sama drykkjar. Hundurinn eltir sem sagt skottið á sér í þessum efnum.“

- Auglýsing -

Segir að lokum:

„Fræðum börnin um skaðleg áhrif orkudrykkja og hvetjum þau til að nota frekar ókeypis lausnina við þreytu sem heitir að sofa lengur og betur.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -