Rannveig hefur stundað hlaup í mörg ár og keppt í götu- og utanvegahlaupum. The Puffin Run fór fram í Vestmannaeyjum um helgina en þar tapaði Rannveig brautarmeti sínu í hendur Andreu Kolbeinsdóttur. Og það var ekkert smá bæting á metinu en hún bætti það um heilar átta mínútur. Þrátt fyrir þetta fjallaði mbl.is nánast einungis um sigurvegara karlaflokks.
„Mikið svakalega er ég orðin þreytt á þessari kynjaslagsíðu í íþróttafréttum er virkilega ekki hægt að breyta þessu?
Hátt í þrjúhundrað manns hefur líkað við færslu og hátt í þrjátíu skrifað athugasemdir við hana þar sem fólk sýnir stuðning sinn.
Ef umfjöllun Stöðvar 2 um mótið er skoðuð má sjá að sama kynjaslagsíða er til staðar þar á bæ.