Föstudagur 19. apríl, 2024
4.1 C
Reykjavik

Rétti fasteignasalinn og vinsælustu hverfin – „Afhenda 4000 nýjar íbúðir á ári“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hannes Steindórsson rekur eina stærstu fasteignasölu landsins – Lind fasteignasölu í Kópavogi. Auk þess landaði hann nýlega fjórða sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi og það með yfirburðum. Mannlíf mun á komandi misserum fá Hannes til þess að svara hinum ýmsu spurningum tengdum fasteignamarkaðnum og húsnæðismálum en Hannes er fagmaður fram í fingurgóma – en hvaða hverfi eru vinsælust í dag?
„Í raun eins og staðan er í dag þá eru öll hverfi vinsæl þar sem að nánast ekkert er til sölu,“ segir Hannes og bætir við að rótgróin hverfi séu þó alltaf mjög vinsæl – Seltjarnarnes, Smára, Sala og Linda hverfi falli þar undir.

Aðspurður hvort hverfi séu að að hluta til aldursskipt segir hann stærð og herbergjafjölda ráða ferðinni.
„Já að einhverju leiti, það sem telur þar er stærð íbúða og herbergjafjöldi, ungt fólk kaupir mikið þar sem eru tveggja herbergja íbúðir og eldri hópurunn vill stærri alrými, færri herbergi og nálægð við þjónustukjarna en svo eru engu að síður allir aldurshópar í flestum hverfum“

Valshlíð 10-16

Hannes segir Vogabyggð og Hlíðarenda vera ný og spennandi hverfi en Sunnusmári sé eitt það vinsælasta af þeim hverfum sem nú eru í uppbyggingu. Þá telur hann að framboð fasteigna hér á landi verði of lítið næstu 2-4 árin en hækkunin muni þó breytast á næstu árum.

„Markaðurinn verður svipaður og núna næstu 12-20 mánuði, það verður allt of lítið til sölu og framboð fasteigna nær ekki eftirspurninni fyrr en eftir 2-4 ár. Hækkunin verður hins vegar mun eðlilegri næstu ár kannski 8-10% 2022 og 5-6% 2023.
Það þarf að afhenda 4000 nýjar íbúðir á ári næstu 5 árin en það næst aldrei, okkur hefur einungis fjórum sinnum tekist að byggja yfir 3000 eignir á síðastliðnum 20 árum“.

Í dag seljast rúmlega 40% eigna yfir ásettu verði en fyrir fimm árum síðan voru það tæplega 5% eigna sem seldust yfir ásettu. Telur Hannes að breyting verði þar á í lok ársins og yfirverðsprósentan muni lækka.

Hannes með dóttur sinni

Fyrir þá sem eru ef til vill að selja sína fyrstu eign og hafa ekki tengsl við fasteignasala –  hvernig finnur maður “rétta’’ fasteignasalann?
„Mér skilst að þeir séu bestir sem koma úr Kópavogi,“ segir Hannes og brosir en sjáfur býr hann og starfar í Kópavogi.
„Það eru um 600 fasteignasalar á höfuðborgarsvæðinu á öllum aldri, konur og karlar þannig að allir geta fundið sér fasteignasala sem þeir treysta og tengja eitthvað við,“ segir Hannes að lokum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -