Mánudagur 20. maí, 2024
5.1 C
Reykjavik

Reyndi að lokka barn upp í bíl á Akureyri: „Maður á nokkuð stórum hvítum bíl með dökkum rúðum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Maður reyndi að lokka barn upp í bíl á Akureyri í gær, samkvæmt foreldrum barnsins.

Akureyri.net segir frá færslu foreldra ungrar stúlku sem birtist á Facebook-síðu Giljahverfis á Akureyri en þar segja þau að maður hafi reynt að lokka dóttur þeirra í bíl sinn en lögreglu var gert viðvart.

Færslan er nafnlaus en hljóðar eftirfarandi:

„Nú rétt áðan lenti tíu ára dóttir mín í því á leið á fimleikaæfingu í Giljaskóla að maður á nokkuð stórum hvítum bíl með dökkum rúðum (svartklæddur og með svarta húfu) fer úr bílnum sínum við gangbraut í Merkigili og reynir að fá hana upp í bílinn og segist ætla að bjóða henni far en hún nær að hlaupa í burtu. Mögulega er hann ekki enn á sveimi í Giljahverfi en endilega hafið varan á og biðjið börnin ykkar um að fara varlega.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -