Fimmtudagur 20. júní, 2024
7.7 C
Reykjavik

Rífur Bjarna og Ríkisútvarpið í sig: „Fyrr má nú vera meðvirknin með þjóðarmorði“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Tónskáldið Þórður Magnússon rífur bæði Bjarna Benediktsson og Ríkisútvarpið í sig vegna umfjöllunar miðilsins um hina hrottalegu árás Ísraelshers sem gerð var á tjaldbúðir í flóttamannabúðum Rafah á Gaza í gær, á svokölluðu „öruggu svæði“, þar sem hátt í 50 manns voru drepnir, mest megis konur og börn, sum þeirra misstu höfuðið í árásinni.

Þórður Magnússon tónskáld skrifaði færslu á Facebook eftir að hann sá Bjarna Benediktsson forsætisráðherra verja árás Ísraelshers í fréttum RÚV.

„Þarna er um að ræða svona ákveðna stigmögnun átaka sem að byrjar með nýrri eldflaugaárás frá Rafah á Ísrael og því miður þá var ekki við öðru að búast en því yrði svarað”

Sagði Bjarni Ben í kvöldfréttum RÚV í gær.“ Færsla Þórðar byrjar á þessum orðum en svo heldur hún áfram:

„Hóprefsingar eru í alþjóðalögum skilgreindar sem alvarlegur stríðsglæpur, en Bjarna talar þarna um þetta sem sjálfsögð og eðlileg viðbrögð. Væri þá ekki hægt að segja það sama um árás Hamas, 7. október? Voru það ekki hin eðlilegustu viðbrögð við áralangri kúgun og morðum?“

Því næst gagnrýnir tónskáldið fréttamann RÚV harðlega fyrir að láta forsætisráðherrann komast upp með „þessa viðurstyggilegu mannfjandsamlegu greiningu“.

- Auglýsing -

„Fréttamaður gerir enga athugasemd við þessa viðurstyggilegu mannfjandsamlegu greiningu Bjarna og gerir enga tilraun til að gaumgæfa þessi ummæli eitthvað frekar með sjálfstæðri gagnaöflun og eða gagnspurningum frekar en fyrri daginn. Greining Bjarna Ben á atburðarrásinni er lokaniðurstaða fréttarinnar. Fréttamaður RÚV er þarna eingöngu í hlutverki PR fulltrúa viðmælanda eins og svo oft áður.“

Og Þórður er ekki búinn að rífa RÚV í sig:

„Þess fyrir utan gerir RÚV síðan krókódílatár Ísraela yfir þessu svokallaða “slysi” að aðalfrétt og segir svo að líklegast hafi þetta ekki einu sinni verið þeim að kenna. Svona málar RÚV þetta á sama tíma og aðalfréttin í vönduðum fréttamiðlum er sú, að sterkar vísbendingar séu um að þarna hafi bandarísk vopn kveikt eldana.“

- Auglýsing -

Að lokum kemur Þórður með annað dæmi um svipað:

„Einstaka sinnum má heyra vandaðan fréttaflutning á RÚV en oft er þetta svo illa unnið að um hreina upplýsingaóreiðu er að ræða. Stundum, eins og nú er tilfellið, hafa fréttir alveg gengið fram af mér. Önnur minnisstæð frétt var þegar RÚV birti athugasemdalaust og gerði að aðalfrétt, áróðursmyndband frá IDF sem sýndi “höfuðstöðvar Hamas” á bak við MRI skanna og dagatalið alræmda. Myndband sem var svo farsakennt að það var aðhlátursefni í öllum vönduðum fjölmiðlum.
Fyrr má nú vera meðvirknin með þjóðarmorði.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -