Laugardagur 27. júlí, 2024
10.8 C
Reykjavik

Svört könnun sýnir hrun stjórnarflokkanna: Ríkisstjórn Katrínar kolfallin

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Ríkisstjórnarflokkarnir þrír tapa allir miklu fylgi samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Prósent vann fyrir Fréttablaðið. Flokkarnir mælast samtals með tæplega fjörutíu prósenta fylgi og myndu tapa tólf þingmönnum af 38 ef kosið yrði nú og myndi ríkisstjórnin því falla. Sjálfstæðisflokkurinn tapar mestu fylgi samkvæmt þessari könnun, en Samfylking og Píratar bæta mestu við sig.

Sjálfstæðisflokkur, Samfylking og Píratar stærst

Sjálfstæðisflokkurinn mælist enn stærstur flokka, með 18 prósenta fylgi, 6,4 prósentustigum minna en í kosningunum í haust sem leið. Samfylkingin mælist litlu minni, því 16,8 prósent þeirra sem afstöðu tóku sögðust myndu greiða henni atkvæði sitt, samanborið við tæplega tíu prósent sem kusu hana í haust.

Píratar koma þar skammt á eftir og mælast líka með um sjö prósentustiga meira fylgi en í kosningunum, eða 16,2 prósent.

Framsókn og VG tapa líka fylgi

Framsókn nýtur samkvæmt könnuninni stuðnings 12,4 prósenta kjósenda en hlaut ríflega 17 prósent atkvæða í kosningunum. Vinstri hreyfingin grænt framboð dalar líka; 9,6 prósent segjast styðja hana nú, sem er um þremur prósentustigum minna en í kosningunum.

Sósíalistar inn en Miðflokkur út

Viðreisn bætir við sig hálfu öðru prósenti og einum manni í þessari könnun en Miðflokkurinn og Flokkur fólksins tapa fylgi, sá fyrrnefndi myndi hverfa af þingi en Flokkur fólksins tapa manni. Sósíalistaflokkurinn næði hins vegar að rjúfa fimmprósentamúrinn ef kosið yrði nú og fengi samkvæmt þessari könnun þrjá menn kjörna.

Könnunin er netkönnun, gerð dagana 13. – 26. apríl. Úrtakið var 3.500 manns og svarhlutfallði rétt rúmlega 50 prósent.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -