Ross Cleveland sökk í aftakaverði árið 1968: „Sérstaklega átakanlegt að hlusta á síðustu orðin“

top augl

Benóný Ásgrímsson vann um árabil sem sjómaður, meðal annars hjá Landhelgisgæslunni, og síðar sem þyrluflug­maður á hennar vegum. Hann talar í viðtali við Reyni Traustason meðal annars um réttsýnina og gimbrina sem hann eignaðist á unglings árunum, síðustu orðin í talstöðinni frá skipverja á sökkvandi togara og hann talar um þorskastríðið og segir að þótt bresku togarasjómennirnir hafi ekki alltaf verið „gentlemen“ í talstöðinni þá hafi samt viss virðing ríkt á milli manna.

Benóný minnist atviks í óveðri sem skall á í Ísafjarðardjúpi þegar hann var búinn að vera háseti í tvö ár. Árið var 1968. Heiðrún úr Bolungarvík fórst, Ross Cleveland, breskum togara hvolfdi og Notts County strandaði. „Ég var á varðskipi og við vorum á Austfjörðum þegar þetta var. Það var ekki í neinum samanburði, en það var hvasst og við urðum að halda sjó inni í Mjóafirði og var hvorki hægt að leggja til ankeris né láta reka, en það var átakanlegt að hlusta á í talstöðvarsamskiptin um það sem var um að vera í Ísafjarðardjúpi. Það var sérstaklega átakanlegt að hlusta á síðustu orðin frá Ross Cleveland þegar vitað var hvað var að.“

Kveðjuorðin.

„Sama ár vorum við farsælir. Þá var ég á varðskipinu Albert þegar hægri umferðin var að taka gildi. Þá vorum við að ferðast með umferðarnefnd á milli staða á Vestfjörðum og ég man að við vorum á Bíldudal og að fara til Patreksfjarðar.“ Og þeir fengu að vita að óttast væri um 36 tonna bát. „Svo einkennilega vildi til þegar við vorum komnir fyrir Kóp og vorum farnir að nálgast Patreksfjarðarflóann að þá birti til, en það var búinn að vera dimmur snjóbylur alla leiðina, og var björgunarbátur eiginlega við hliðina á okkur. Þetta var ótrúlega einkennilegt. Sérkennilegt. Og við náðum að bjarga þeim öllum. Þetta var mjög sérstakt. Þetta er það minnisstæðasta frá því þegar ég var að byrja á sjónum.“

Sjá má allan viðtalsþáttinn hér. Þá má lesa allt viðtalið hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni