Miðvikudagur 22. maí, 2024
7.8 C
Reykjavik

Sá illa farin hross í Mosfellsdal: „Við eigandann vil ég segja að hann ætti að hundskammast sín“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Einstaklingur sem Mannlíf ræddi við segir ástand á ákveðnum hrossum í Mosfellsdal vægast sagt slæmt.

„Í byrjun þessara viku var birt mynd af horuðu hrossi inn á facebook síðu íbúa í Mosfellsdal. Það hafði sloppið út úr girðingu sem er ekki hestheld. Sama hross hafði farið út í þrjú skipti áður,“ sagði einstaklingurinn sem ekki vill koma fram undir nafni. Sagðist hann hafa kíkt á svæðið þegar fréttist af þessum hrossum á Facebook.

Hrossin í Mosfellssveit.
Ljósmynd: Aðsend

„Ég blanda mér í málið þegar ég frétti af þessum hrossum upp í Dal. Fór og skoðaði þetta umrætt hross sem er svo grindhorað að ég hef bara aldrei tekið á jafn horuðum grip. Bara skinn og bein. Þessi hryssa er mjög illa farin. Eigandi þessara hrossa hefur ekki einu sinni haft fyrir því að draga undan frá því í fyrra sumar. Ofvaxnir afturhófar og hræðilegir hófar á einu hrossinu sem ég er ekki viss um hvort sé hægt að bjarga,“ sagði einstaklingurinn við Mannlíf.

Ekki er mikið kjöt á þessu greyi.
Ljósmynd: Aðsend

Segist einstaklingurinn hafa tilkynnt málið til Mast og hringt í lögregluna og sagt þeim frá slysahættunni sem stafaði frá lélegum girðingum.

„Ákvað að tilkynna þetta til Mast undir eins. Ég hringdi einnig í lögregluna og sagði þeim frá þessari slysahættu. Girðingin er niðri að mestu leiti og leikur einn fyrir hrossin að komast yfir ef þeim dettur það í hug. Mest er ég hissa að það skuli ekki hafa orðið slys en fyrir einhverjum árum varð banaslys á svipuðum slóðum eftir að hestur slapp úr girðingu og hljóp í veg fyrir bíl. Lögreglan hafði samband við eftirlitsmann hjá Mosfellsbæ. Ég hringdi einnig í sama aðila og þá segir hann mér að það sé komin rúlla inn til hrossanna. Ég áréttaði við hann að það yrða að laga girðinguna strax,“ sagði einstaklingurinn og bætti við: „Dýraeftirlitsmenn komu frá Mast og þau sögðust ekki hafa náð hryssunni. Ég hef náð henni í öll þau skipti sem ég hef farið þarna upp eftir.“

Veiklulegar girðingar
Ljósmynd: Aðsend

Ummælandi Mannlífs er auðsjáanlega ekki ánægður með Mast. „Nú fer þetta í svokallaðan og kunnulega feril hjá Matvælastofnun. Ég hringdi í Mosfellsbæ í dag og lýsti þungum áhyggjum af bæði velferð skepnanna og einnig slysahættuna sem er yfirvofandi. Ég endaði daginn þegar að ljóst var að ekkert væri að gerast í þessum málum hjá neinni stofnun, að hringja í lögregluna og las þeim pistilinn. Nú er ég búin að koma þessu á framfæri og vona að Mast og Mosfellsbær taki sig saman í andlitunu og geri eitthvað strax í málinu.“

- Auglýsing -
Þetta er ljótt.
Ljósmynd: Aðsend
Ljótt að sjá.
Ljósmynd: Aðsend

Að lokum snéri hann orðum sínum að eiganda hrossanna:

„Við eigandann vil ég segja að hann ætti að hundskammast sín og að mínu mati ætti hann ekki að koma nálægt skepnum, miðað við þessa framkomu við hrossin sín. Ef þú hefur einhvern manndóm í þér ættirðu að gefa hrossin þín sjálfviljugur.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -