Fimmtudagur 28. mars, 2024
-3.2 C
Reykjavik

Sævar Daníel: „Ég skil eftir upptökur og fleira sem ég vona að kasti ljósi á hvernig ég var myrtur“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Kæru Vinir. Þetta er komið á lokaspölinn hjá mér. Mér langar að þakka öllum sem lögðu hönd á plóg í því að reyna fá íslenskt heilbrigðiskerfi til að sinna hlutverki sínu og hafa reynt að vera til staðar. Ég skil eftir upptökur og fleira sem ég vona að kasti ljósi á hvernig ég var myrtur úr hvað sem maður á eiginlega að kalla svona gjarðir, og verði til breytinga fyrir aðra. Takk fyrir samfylgdina og gangi ykkur vel.“

Svo hljóðar færsla sem Sævar Daníel Kolandavelu, sem einnig er þekktur undir listamannsnafninu Poetrix, birti fyrr í dag á Facebook. Í samtali við Mannlíf segist Sævar, því miður, ekki sjá fram á að heilbrigðiskerfið muni gera nokkuð til að bæta heilsu hans. Hann segir að upptökur séu  til af því þegar heilbrigðismenn hóta honum útskrift með lögregluvaldi innan hálftíma, þegar hann segist ósjálfbjarga.

Sævar segist þegar hafa sett á stað umsóknarferli til Dignitas, samtaka sem veita dánaraðstoð í Sviss. Heilsu hans hefur hrakað gífurlega undanfarið og hefur hann verið ósjálfbjarga um nokkurt skeið. Sjálfur lýsir hann þessu svo:

„Þetta er tilkomið vegna þess að hryggurinn á mér er svo illa slitin að hann togast of langt í sundur, og ég þarf manually að halda honum í stað, ekki ósvipað ef og tjald myndi missa eina festinguna við jörðina, og byrja fjúka til himins. Ég þarf bókstaflega að liggja og halda mér föstum í ákveðnum stellingum svo hryggurinn á mér liggi ekki undir frekari skemmdum, en honum hefur hrakað gífurlega og eru nú mestmegnis liðbanda í hálsi og baki að slitna vegna ofhreyfingarinnar og ég er bersýnilega afmyndaður.“

Hann segir að að öll venjuleg hreyfing togi sig í sundur og meiði óstjórnlega, að hann sé að örkumlast fyrir allra augum. „Ég get til dæmis ekki farið í sturtu né rakað mig eða staðið í störfum daglegs lífs. Ég get ekki setið uppréttur með neinu góðu móti,“ segir Sævar.

Hann segir að Landspítalinn hafi aldrei tekið rétt á hans máli. „Landspítalinn hefur aldrei unnið málið mitt skilmerkilega. Sem dæmi þá hafa einkenni mín hvergi verið skráð rétt í sjúkraskrár. Sjaldnast hefur verið tekið alvarlega það sem ég hef sagt. Það er nánast eins og maður hefði aldrei sagt það. Eftir að hafa dvalið erlendis við illan leik og fengið aðstoð mýmargra sérfræðinga, vinna sem hefur núna tekið 3 ár, þá liggur málið nokkuð ljóst fyrir. Eftir að þekkingarinnar hefur verið aflað þá t.d. vitum við í dag, nákvæmlega hvaða hlutir hafa verið gerðir og hverjir ekki, hér á Íslandi,“ segir Sævar.

- Auglýsing -

Sævar er nú á Landspítalanum. „Eftir aðgerð á fæti, sem var framkvæmd um daginn, hafði ég dvalið á sjúkrahóteli Landspítalans þar sem ég uppfyllti ekki kröfur þeirra um að vera sjálfbjarga, en maður þarf að vera fær um að bjarga sér sjálfur niður í matsal og slíkt til að geta verið þar. Ég hafði ekki getað komist í matsal í tíu daga og þær sendu mig á bráðamóttöku með þeirri umsögn að þessi maður væri hreinlega ósjálfbjarga, og þyrfti læknisaðstoð. Ég hef verið hérna síðan, á bráðamóttöku, og svo lagður inn á almenna deild,“ segir Sævar.

Hann segir að síðan hann kom aftur á Landspítalann nú þá hafi hann farið fram á að tekið væri fast á máli hans. „Síðan ég kom hefur verið gerð skýr ósk um að farið sé yfir þau gögn sem til eru í málinu, og það læknisfræðilega unnið vel, það er að segja að einkennum sé haldið til haga, farið sé yfir sögu málsins, klínískar athuganir gerðar, svo það sé þeim sem að því starfar skýrt, og tekin séu til athugunar þau vísindalegu gögn sem fyrirliggja og varpa ljósi á málið. Óskað hefur verið eftir því að farið sé yfir ferlið hingað til, sem hefur verið gatasigti og upplýsinga óreiða, til dæmis vita læknarnir oftast aðspurðir ekki hvað einkennin mín eru. Farið hefur verið fram á að stuðst verði við viðurkennd vísindi og aðferðafræði, en ekki gisk og ályktanir,“ segir Sævar.

Hann segir að honum hafi ekki enn tekist að fá lækna til að líta á gögnin sem hann hefur með sér að utan. „Þau sýna meðal annars staðfestar greiningar frá hæfum sérfræðingum á atriðum sem vitað er að fólk lifir sjaldnast við án læknisinngrips. Hvort þeir hér á Landspítalanum hafi einhverja lausn fyrir mig við því, eða hvort þeir í læknisfræðinni hér séu almennt búnir að innleiða nýjasta skilninginn í vísindunum, er svo allt annað samtal. Það er að sjálfsögðu ekki hægt að gera kröfur á það að menn geti lagað allt sem er að í heiminum. Það er hinsvegar hægt að gera kröfu á það að byggja málsmeðferð á staðreyndum,“ segir Sævar.

- Auglýsing -

Hann segir að með þessu áframhaldi þá sjái hann ekkert framundan nema dauðann: „Í klínískum skilningi er mér ólíft, er ósjálfbjarga og er á síðustu metrunum. Ég hef þegar sett á stað umsóknarferlið til Dignitas, samtök sem hjálpa terminally ill fólki, eða þeim sem lifa við ómannúðlega þjáningu með líknarsjálfsvíg, in case að allt bregðist. Ekki því mér líki illa við lífið, i quite enjoy it actually, heldur það er engum líft með svona áverka til langtíma. Ég er löngu tilbúinn að fara. Could not care less þannig séð. Aðstandendur og vinir mínir eru ekki jafn game í það, af einhverjum ástæðum, og eru að krefjast þess ég lifi því þeim finnst ómögulegt ég sé að fara frá ókláruðum skáldsögum sem voru búnar að cliffhanger-a þau og slíkt.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -