Laugardagur 27. júlí, 2024
10.8 C
Reykjavik

Samtakamáttur þjóðar sannast í söfnun Rauða krossins: „Við þurftum tvívegis að renna yfir þetta“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Rauði krossinn á Ísland hefur efnt til neyðarsöfnunnar fyrir Grindvíkinga vegna þeirra náttúruhamfara sem dunið hafa á samfélagið. Söfnunin var sett á í gær og samtakamáttur Íslendinga lét ekki standa á sér. En betur má ef duga skal.

Aðspurður segir Gylfi Þór Þorsteinsson teymisstjóri fjáröflunar- og kynningarsviðs Rauða krossins á Íslandi að söfnunin sem hófst í gær hafi farið ótrúlega vel af stað. „Við þurftum tvívegis að renna yfir þetta í morgun þegar við mættum til vinnu. Ég hélt að það hafi verið gerð einhver mistök.“

Söfnunin er áframhald af þeirri söfnun sem Rauði krossinn stóð fyrir í nóvember og desember síðastliðnum. Aðspurður hversu miklu var safnað inn í þeirri lotu segir Gylfi að um 10 milljónir hafi safnast og að helmingur þess fjármagns hafi þegar verið úthlutað til 160 einstaklinga, eða vegna 58 umsókna.

Hvernig virkar úthlutunin og hvernig mun söfnunin að nýtast Grindvíkingum?

„Óvænt útgjöld geta sett hinn almenna borgara á hliðina, en eru í margföldunarvexti hjá Grindvíkingum,“ svarar Gylfi Þór.

„Við erum með úthlutunarnefnd sem eru fulltrúar frá félagsþjónustunni í Grindavík, frá Kirkjunni og Rauða krossinum.“

- Auglýsing -

Gylfi Þór útskýrir að miklu geti munað á lánastöðu fólks, eiginlegu verðmati eigna og svo greiðslu frá tryggingafélögum og/eða náttúruhamfarasjóði. Eins eru ýmisleg óvænt útgjöld sem Grindvíkingar þurfa að mæta sökum til dæmis eyðileggingar á innbúi eða hindrunum í aðgengi eigna.

„Það er þarna sem við erum að reyna að koma til móts við fólk – ef við getum.“

Allar umsóknir fara í gegnum þjónustumiðstöðina í Tollhúsinu. Úthlutnarnefndin hittist vikulega og fer yfir umsóknirnar.

- Auglýsing -

Hafið þið hugmynd um hversu miklu þarf að safna eða hver þörfin er?

„Það þarf að safna eins miklu og hugsast getur. Þetta er svo fljótt að fara,“ segir Gylfi.

Verklagsreglur og skilyrði úthlutanna má lesa hér.

Ekki hefur verið ákveðinn sérstakur tímarammi fyrir söfnunina enda staðan á svæðinu enn í algjörri óvissu.

Eru aðrar leiðir sem Íslendingar og áhugasamir geta gert til að veita málefninu lið?

„Ef fólk getur útvegað húsnæði er um að gera að hafa samband við Þjónustumiðstöðina í Tollhúsinu,“ segir Gylfi Þór en mikil þörf er á varanlegu húsnæði fyrir Grindvíkinga.

Styrktarleiðir

Hægt er að styrkja málefnið á heimasíðu Rauða krossins en einnig má styrkja málefnið með öðrum leiðum:

SMS: Senda HJALP í símanúmerið 1900 (2.900 kr.) (Síminn og Nova)
Hringja í 904-2500 til að styrkja um 2.500 kr.
Hringja í 904-5500 til að styrkja um 5.500 kr.
Aur: @raudikrossinn eða 1235704000
Kass: raudikrossinn eða 7783609
Söfnunarreikningur Rauða krossins: 0342-26-12, kt. 530269-2649

IBAN: IS460342260000125302692649
SWIFT: ESJAISRE

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -