Laugardagur 27. júlí, 2024
10.8 C
Reykjavik

Samúel sér eftir rottuummælum sínum: „Rangt af manni í minni stöðu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Samúel Samúelsson, formaður meistaraflokks karla Vestra, sér eftir orðum sínum um knattspyrnumanninn George Nunn sem spilar með HK en í lok apríl, eftir leik HK og Vestra, gaf Samúel í skyn á samfélagsmiðlum að Nunn væri rotta. Samúel birti myndband af Nunn að labba framhjá leikmanni Vestra sem lá sárþjáður á vellinum og þar sem HK leikmaðurinn lét leikmann Vestra heyra það. „Ekkert sem fer meira í taugarnar á mér en rottur!“ skrifaði Samúel svo við færsluna.

Mannlíf hafði samband við Samúel til að spyrja hann nánar út í málið.

Nei, það er ekki ásættanlegt af mér að gera það, enda fjarlægði ég færsluna 5 mínutum eftir að ég skrifaði hana þar sem það er rangt af manni í minni stöðu,“ sagði Samúel um hvort hann ummælin væri ásættanleg fyrir mann í hans stöðu.

„Nei, ég hef ekki gert það,“ sagði formaðurinn þegar hann var spurður hvort hann hafi beðið Nunn afsökunar. „Ég hef rætt við stjórnarmann HK og gert grein fyrir mistökum mínum. Ég á ekki von á því þar sem mér fannst tilburðir mannsins ekki góðir í garð leikmanns sem lá fótbrotinn á vellinum. En að gefa í skyn að hann væri rotta var rangt. Eflaust fínn drengur.“

Vestri er nýliði í Bestu deild karla þetta tímabil og er liðið sem stendur í 10. sæti af 12 og er með sex stig eftir sex leiki. Liðið mætir næst Víking, ríkjandi Íslandsmeisturum, eftir viku á heimavelli Þróttar en heimavöllur Vestra á Ísafirði er ekki leikhæfur.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -