Fimmtudagur 20. júní, 2024
8.1 C
Reykjavik

Sárþjáður Sævar hefur mætt hroka og skilningsleysi í heilbrigðiskerfinu: „Þú ert ekkert slasaður“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

ALKASTIÐ FÓR Í HEIMAVITJUN Í ÞETTA SKIPTIÐ OG ÞVÍ ERU HLJÓMGÆÐI EKKI EINS OG Á AÐ VENJAST.

Nýjasti gestur Alkastsins, sem er í boði Þvottahúss-samsteypunar, er engin annar en Sævar Kolanduvelu sem einnig gengur undir listamannsnafninu Poetrix. Þetta viðtal krafðist heimavitjunar í fyrsta skiptið í sögu Þvottahússins því Sævar er stórslasaður og á því erfitt með samgöngur. Því fór viðtalið fram í eldhúsinu hjá Sævari í Kópavogi.

Sævar, sem var áberandi fyrir tæpum tveimur áratugum á íslensku rappsenunni, er staddur á tímamótum þar sem líf hans hangir á bláþræði. Fyrir um átta árum síðan varð hann fyrir meiðslum sem ofan á genetískan stoðkerfisgalla er búinn að setja allt stoðkerfið og andlega heilsu hans bókstaflega á hvolf. 

Meiðslin lýsa sér þannig að liðband sem heldur saman spjaldhrygg, neðstu hryggjarliðum og mjaðmagrindinni og festir hrygginn við mjöðm, er slitið. Sævar lýsir því svo að vegna þessa séu þessir líkamshlutar hreinlega að rifna sundur og hryggurinn að losna smám saman frá mjöðminni. Slitið veldur því að hryggur hans togast langt umfram eðlilega hreyfigetu, en slíkt kallast á ensku out of save limits og öll liðbönd í baki hans eru hreinlega að rakna upp.

- Auglýsing -

Þetta ferli veldur svo keðjuverkun og er Sævar í dag með að minnsta kosti 16 aukaáverka víðsvegar um líkamann. Til þess að fá bót sinna meina þarf að festa saman á honum spjaldhrygginn, neðstu hryggjarliðina og mjaðmagrind með skrúfum og gera aðgerð á mjaðmakúlunni, sem er farin að losna úr liðnum.

Þá þarf að laga meðfæddan stoðkerfisgalla á neðri ganglim sem hefur mikil áhrif á líkamsbeitingu og er talin vera ein af orsökum þess að liðbandið slitnaði til að byrja með, en stoðkerfisgallinn veldur því að óeðlilegt álag myndast á þetta tiltekna liðband.

Í viðtalinu fer Sævar yfir viðbrögð hins íslenska heilbrigðiskerfis sem, vægast sagt, miðað við lýsingarnar, eru hreint út sagt hræðilegar. Skipti eftir skipti hefur honum verið vísað út af læknum og heilbrigðisstarfsfólki með þau skilaboð að meislin séu af andlegum toga og að hann sé haldin sjúklegri viðurkenningarþörf og athyglissýki. „Síðast þegar ég fór á bráðamóttöku í frekar slæmu ástandi fyrir fjórum mánuðum síðan, þá kom læknir sem sagði að það væri ekkert að mér nema viðurkenningarþörf. Að ég væri með svo mikla þörf fyrir athygli og viðurkenningu, þess vegna væri ég að koma þangað í þessi samtöl, til að fá athygli,“ segir Sævar og Gunnar spyr hvort læknirinn hafi hitt hann áður. Sævar svaraði: „Nei, nei, aldrei hitt hann áður.“ Og Sævar heldur áfram: „Hjúkkur hafa líka komið fram á Bráðamóttökunni og ég sagt að ég sé slasaður og þurfi aðstoð. Þær hafa sagt við mig „Þú ert ekkert slasaður“. Ég hef ekkert hitt þessar hjúkkur áður. Ég get alveg talað í allan dag hversu oft ég hef lent í einhverju sem má kalla ofbeldi af hálfu kerfisins.“

- Auglýsing -

Það sem Sævar vill meina að þurfi að gera er að saga hann allan í sundur og skrúfa saman aftur. Smíða þurfi bæði mjöðm og fótlegg upp á nýtt með öllu sem því fylgir. Einnig segist hann þurfa aðgerð á hálsi en til að vel geti farið þarf að byrja aðgerðirnar neðan frá og vinna sig upp á við til að líkur hans á eðlilegu lífi séu sem bestar.

Hann hefur þegar farið í tvær aðgerðir, þar sem varð að fjarlægja úr honum rif vegna afleidds liðbandaskaða og það farið úr lið, þrengjandi að æðum í hálsinum; lífsógnandi ástand. Þó sú aðgerð hafi bjargað lífi hans á þeim tímapunkti, veikti hún stoðkerfið enn frekar. 

Sævar hefur þurft að gera allar rannsóknir sjálfur, og ferðast erlendis í leit að hjálp til að berjast fyrir því að greining sín yrði samþykkt í læknasamfélaginu.

Sævar segist vel skilja viðhorf lækna hér á landi því hann skilji hvað búi að baki því mótlæti og hroka sem hann hefur mætt. Fyrir lækna með margra áratuga langa menntun á bakinu sé það upplifað sem klár ógn við stöðu þeirra sem fagmenn, sem og stöðu þeirra í hálf buguðu heilbrigðiskerfi hér á landi, þegar hér komi einhver strákpjakkur með mikla áfalla- og fíknisögu og beri á borð greiningar sem hann sjálfur hefur greint ásamt anatómískri aðgerðaráætlun. 

Hann telur svo vera að engin heilbrigðisstarfsmaður meini neitt illt með þessu heldur sé aðeins um vissan sjálfsvarnarmekanisma að ræða sem framkalli þessi viðbrögð. Gunnar spurði hann hvort hann, með alla sína greind, hefði getað spilað þetta á einhvern annan hátt svo að skilvirkt ávarp eða meðhöndlun hefði átt sér stað. Sævar vill ekki meina að svo sé. Segist hann hafi lengi vel komið með litla sem enga vitneskju um hvað amaði að sér og fullur auðmýktar en eitthvað virtist standa í vegi fyrir því ferli sem hann átti von á að myndi hefjast þegar hann óskaði eftir aðstoð, kvalinn og þjáður. 

Staðan á Sævari er sú í dag að söfnun er hafin fyrir 3 aðgerðum sem framkvæmdar verða í Tyrklandi. Aðgerðirnar sem fyrirhugaðar eru hafa verið skipulagðar af tyrkneskum læknum í samræmi við þeirra rannsóknir sem og þeim upplýsingum sem Sævar hafði safnað og greint sjálfur á ástandinu sem tyrknesku læknarnir hafa staðfest að séu réttar. Eftir að teymi af bæklunar- og heila- og taugaskurðlæknum eyddu viku í að fara yfir gögnin, útskýrðu þeir að þeir væru sammála greiningunni, og aðgerða væri þörf til að laga meðfæddan stoðkerfisgalla á neðri ganglim, sem og á mjaðmalið og að lokum að festa saman neðstu þrjá hryggjarliði, spjaldhrygg og mjaðmabein saman og gera stöðugt. 

Til að koma í veg fyrir að meiðsli hans versni, en honum hrakar stöðugt, og leiði ekki til lömunar eða þaðan af verra ástands, þarf að safna sjö milljónum króna fyrir lækniskostnað. Hingað til hafa hann og fjölskylda hans þurft að borga enn meira úr eigin vasa.

Þetta hefur verið langt ferðalag, sem hann hefur þurft að leggja líf sitt og aðrar persónulegar vonir til hliðar til að leggja allt sitt átak í – og er nú nálægt því að láta kraftaverkið gerast sem hann hefur beðið eftir. 

Til að safna þeim peningum sem til þarf setti Sævar, ásamt góðu fólki sem styður við hann, af stað verkefnið THUGMONK. Það gerir fólki kleift að kaupa vörur og mun afrakstur þessarar sölu renna beint í sjóð sem fjármagna mun þessar þrjár fyrirhuguðu aðgerðir. Sjá hér https://www.karolinafund.com/project/view/6201.

Þetta magnaða viðtal við Sævar má heyra og sjá hér á spilaranum fyrir neðan en einnig má heyra öll viðtöl Alkastins á öllum streymisveitum eins og Spotify og auðvelt er að merkja við follow eða subsribe og fær maður þá tilkynningar í hvert skipti sem nýtt viðtal kemur út.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -