Laugardagur 27. júlí, 2024
10.8 C
Reykjavik

Sauðfjárbóndi í Miðfirði óttast riðu: „Ég var bara að koma út af spítala“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Það er auðvitað ótti í manni,“ segir Guðmundur Víðir Magnússon, sauðfjárbóndi á Efri-Torfustöðum. Bærinn er staðsettur í Miðfirði, mitt á milli bæjanna tveggja sem upp hefur komið riða í sauðfé. Guðmundur segist ekkert hafa fundað með öðrum bændum á svæðinu, enda hafi hann legið inni á spítala með Covid og lungnabólgu. „Ég er enn slappur en er aðeins farinn að fara út og gefa fénu.“ 

Hátt í 700 kindur hafa verið aflífaðar á bænum Bergsstöðum í framhaldi þess að riða greindist þar. Nokkrum dögum síðar kom upp riðutilfelli á Syðri-Urriðaá. Í dag var skorið niður þar yfir 600 fjár.  Fullkomin óvissa er um það hvort riða leynist víðar í Miðfirði. Íbúar eru harmi lostnir vegna ástandsins.

Bændur á svæðinu skoruðu á stjórnvöld að leita aðra leiða en að aflífa kindurnar en Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra segir niðurskurð vera það eina í stöðunni í þessu tilviki.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -