Þriðjudagur 21. maí, 2024
7.8 C
Reykjavik

Segir arfleifð Katrínar vera þá að koma Bjarna aftur í forsætisembættið: „Keisarinn í engum fötum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir segir arfleifð Katrínar Jakobsdóttur vera þá að hún afhendi Bjarna Benediktssyni aftur lyklana að stjórnarráði Íslands.

Eins og alþjóð veit var tilkynnt í dag að Bjarni Benediktsson taki við forsætisráðuneytinu af Katrínu Jakobsdóttur og að Sigurður Ingi Jóhannesson taki við fjármálaráðuneytinu. Miðað við að 75 prósent þjóðarinnar segist í skoðanakönnun ekki treysta Bjarna Benediktssyni til ráðherrastarfa verður að teljast sem svo að meginþorri þjóðarinnar hugnist ekki ráðahagurinn. Þingmaður Pírata, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir er ein af þeim sem er ósátt:

„Þá er það orðið opinbert, Bjarni Benediktsson verður forsætisráðherra. Ráðherrann sem 75% þjóðarinnar treysta minnst. Ráðherrann sem sagði af sér sem fjármálaráðherra vegna spillingar. Ráðherrann sem síðast þegar hann var forsætisráðherra þurfti að segja af sér í kjölfar yfirhylmingar um uppreist æru barnaníðinga. Þetta er arfleið Katrínar Jakobsdóttur, hún afhendir Bjarna Benediktssyni aftur lyklana að stjórnarráði Íslands. Það skiptir ekki lengur máli hver stjórnar, það skiptir engu máli hvernig er stjórnað og hvað þá hverju er stjórnað. Það eina sem skiptir máli er að halda völdum valdanna vegna.“

Undir þetta tekur félagi hennar í Pírötum, Björn Leví Gunnarsson sem segir að keisarinn sé ekki í neinum fötum.

„Ráðherrann sem stakk skýrslum um skattaskjól undir stól fyrir kosningar og seldi pabba sínum hlut í ríkisbanka.

Keisarinn í engum fötum.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -