Laugardagur 20. apríl, 2024
9.1 C
Reykjavik

Segir framtíð ríkisstjórnarinnar skýrast á næstu vikum: „Í mínum huga gengur þetta ekki lengur“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Brynjar Níelsson segir að ríkisstjórnarsamstarfið gangi ekki mikið lengur.

Varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, Brynjar Níelsson var gestur Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og Bergþórs Ólasonar í jólaþætti Sjónvarpslausir fimmtudagar, hlaðvarpsþætti þeirra Miðflokks-félaga.

Í þættinum, sem fór í loftið þann 21. desember, var hann meðal annars spurður út í ríkisstjórnarsamstarfið, svona í lok árs. „Það verður að segjast eins og er að þetta er ekkert sérstakt ástand,“ svaraði Brynjar og hélt áfram. „Ég held að ég geti alveg fullyrt það, og það blasir alveg við öllum, alveg sama þó ég sé varaþingmaður og hluti af þessari ríkisstjórn í þeim skilningi, þetta er mjög þungt. Þetta er mjög þungt og það næst ekki almennileg samstaða um mikilvæg mál eða hefur ekki gert það.“

Bergþór spurði þá hvort náðst hefðu í raun samstaða um einhver stór mál, þó menn geti ákveðið að „kyngja og þegja.“
Brynjar: „Já, já, menn eru alltaf að kyngja og þegja, það er hluti af því að vera í þessu en það eru auðvitað risastór mál sem varða hagsmuni þjóðarinnar, hvort sem það raforkan eða hælisleitendur eða glíman við verðbólguna. Það verður bara að segjast eins og er að ekki að sjá að það sé mikil samstaða í því. Og þá kannski gerist heldur ekki mikið. En ég ætla nú ekki að vera svo svartsýnn að útiloka það að menn komist að skynsamlegri niðurstöðu en sá tími er bara að renna út.“

Sigmundur Davíð spurði þá hvort það komi sá tímapunktur að Sjálfstæðismenn segir „Hingað og ekki lengra. Nú hættum við að gefa eftir og nú klárum við þessi mál, komum einhverju skikki á hælisleitendamálin og orkumálin og fleira, eða þetta er bara búið.“ Sigmundur sagðist hafa heyrt að Vinstri grænir geri mikið af því að stilla Sjálfstæðisflokknum upp við vegg og hóti að hætta samstarfinu, fái þeir ekki sínu fram. Segir Sigmundur að Sjálfstæðismenn komi þá „trítlandi“ fram og geri það sem Vinstri grænir biðja um.
Brynjar svaraði: „Já, það er nú tilhneigingin hjá okkur Sjálfstæðismönnum að reyna að halda lífi í öllu. Halda áfram og vona að menn sjái að sér. En auðvitað eru einhver tímamörk á því.“

Þarna greip Sigmundur Davíð fram í og spurði hvort þetta hafi ekki heyrst nokkuð lengi.
„Jú,“ svaraði Brynjar og hélt áfram. „Ég er bara að reyna að vera eins mildur og ég get.“ Vakti þetta svar kátínu þáttastjórnenda. „Þér var ekki boðið hingað til að vera mildur,“ sagði Sigmundur upp úr hláturrokunum. „Ekki fara að taka upp nýjan karakter allt í einu hér í jólaþættinum.“

- Auglýsing -

„Nei, auðvitað er það í mínum huga þá gengur þetta ekki lengur. Þú verður bara að taka á þessu. Og það bara kemur í ljós á fyrstu vikunum eftir áramót, hvort það sé hægt að halda þessu áfram. Og það blasir bara við öllum, það þarf engan Brynjar Níelsson til að segja ykkur þetta.“

Hægt er að finna viðtalið í heild sinni á Spotify og sjálfsagt fleirum hlaðvarpsmiðlum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -