Mánudagur 15. apríl, 2024
-0.9 C
Reykjavik

Segir Sævald hafa snert leikmenn á óþægilegan hátt: „Ég ætlaði nú ekki að fara í rassinn á þér“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sara Líf Boama, körfuknattleikskona Vals og landsliðsins steig fram í dag og sagði Sævald Bjarnason körfuboltaþjálfara, hafa valdið öllum leikmönnum U-18 ára landsliðs kvenna kvíða og vanlíðan er hann þjálfaði liðið. Þá segist hún hafa orðið fyrir vonbrigðum með ákveðna aðila vegna viðbragða þeirra við færslu Sævalds.

Sara Líf Boama
Ljósmynd: Facebook

Líkt og Mannlíf sagði frá í sumar, fór Sævaldur ekki með U-18 ára landsliðinu á Evrópumótið í Grikklandi en hann hafði þjálfaði liðið fram að keppninni. Var honum meinað að fara með liðinu vegna „óþægilegrar nærveru“ eins og það var orðað af KKÍ en kvartanir þess efnis höfðu borist samskiptaráðgjafa íþróttasamband Íslands.

Sjá einnig: Sævaldur hættur með U18 landslið kvenna: „Hann er ekki starfandi þjálfari, hann er í leyfi“

Í frétt Vísis um málið kemur fram í fundargerð stjórnar KKÍ að samskiptaráðgjafi ÍSÍ hafi skilað áliti sínu um málið þar sem segir eftirfarandi: „Álit samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs vegna máls sem kom upp í sumar hjá U18 stúlknalandsliðinu rætt.

Er álitið á þá leið að verkferlum var fylgt rétt af KKÍ sem og að þjálfari hafi ekki viðhaft neitt ólöglegt og mun því geta starfað sem þjálfari áfram, hvort sem er hjá félagi eða í afreksstarfi KKÍ.

Sævaldur setti fram færslu á Facebook eftir að álitið kom fram þar sem hann segir meðal annars: „Þetta mál hefur legið mjög þungt á mér og mínum nánustu síðustu mánuði og með þessari niðurstöðu lít ég svo á að málinu sé að fullu lokið og ég tel ekki ástæðu til að tjá mig eða elta þetta mál frekar. Ég vil þakka fjölskyldu minni kærlega fyrir stuðninginn og öllum þeim sem hafa sýnt mér skilning á þessum tímum.“

- Auglýsing -

Í kjölfar færslu Sævalds birti Sara Líf eftirfarandi yfirlýsingu á Facebook, þar sem hún beinir orðum sínum að sínum fyrrverandi þjálfara:

„Vegna færslu sem umræddur þjálfari setti fram nýlega langar mér að létta á mér. Mér finnst það glatað að þú í fyrsta lagi neitar því sem þú gerðir og lætur svo eins og þú sért fórnarlambið í stöðinni. Þú veittir okkur nánast öllum vanlíðan og kvíða í allt sumar. það er án djóks glatað að þú fáir ennþá að þjálfa fyrir Ísland.

Þú snertir okkur á óviðeigandi hátt og varst almennt mjög óþægilegur. Ég mun aldrei gleyma því hvernig þú lést mér líða, hvernig þú rassskelltir mig bæði með lófanum og þjálfaraspjaldinu þínu en mest af öllu mun ég aldrei gleyma því þegar þú kemur aftan að mér eftir leik á stóra vellinum i Finnlandi rassskellir mig tvisvar og segir svo glottandi og hlæjandi “nei, ég ætlaði nú ekki að fara í rassinn á þér”.

- Auglýsing -

Þú áttir ekki skilið að hafa sloppið svona auðveldlega. Staðan þín í samfélaginu er sú sama og áður fyrr, þú hefðir átt að þjást miklu lengur eins og við allar. Eftir þennan póst sem þú settir á FB vitandi af þeim hlutum sem þú gerðir ! Ertu ekkert að grínast með þetta ? Datt þér ekki í hug að senda frekar fyrirgefningar póst eða eitthvað annað eða vera bara mannlegur og sjá að þú ollir okkur miklum sársauka. Það er ekki að ástæðulausu að þegar við sem sögðum frá að fólk hafi strax tekið til málanna. Þetta er sárt……… Enn og aftur sleppur gerandinn!!!!!!!!!!!!

Í lokin langar mér að taka fram hvað ég er vonsvikin með ákveðna aðila sem brugðust við þessu umrædda innleggi, því ég hélt að þau væru betur upplýst og berðu hag barna og ungra kvenna fyrir brjósti sér.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -