Föstudagur 19. apríl, 2024
-0.9 C
Reykjavik

Segir sögur af líkamsárás blöndu af misskilningi og lygum: „Var sleppt eftir 40 mínútur“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Kleini segist hafa verið handtekinn vegna gruns um að hafa keyrt undir áhrifum.

Kristján Einar Sigurbjörnsson, oft kallaður Kleini var handtekinn á Húsavík í gærkvöldi en sleppt sama kvöld. Í fréttum miðla um málið, þar á meðal Mannlífs hefur komið fram að áhrifavaldurinn hafi verið handtekinn vegna gruns um alvarlega líkamsárás á Akureyri á gamlárskvöld. Í samtali við Mannlíf segir Kleini það rangt. Hann hafi verið handtekinn vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna eða áfengis.

„Ég var handtekinn vegna gruns um ölvunar eða vímuefna akstur,“ sagði Kleini í samtali við Mannlíf og bætti við: „Og ég segist saklaus því mér var sleppt eftir 40 mínútur því að það tekur bölvaðan tíma að framkvæma fíkniefnapróf.“

Hvað varðar sögursagnir um líkamsárás hafði hann þetta um málið að segja:

Og þessar sögusagnir um einhverja líkamsárás, þær sögusagnir heyrði ég fyrst um í gær og þær sögur hafa ekkert á bak við sig og harðneita ég því að vita eitthvað um það. Svo ég held að þetta sé blanda af misskilningi og lygum.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -