Þriðjudagur 23. apríl, 2024
2.6 C
Reykjavik

Segir stjórnvöld valda „martraðarkenndri skömm“: „Ég veit ekki hvernig við ætlum að lifa með henni“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sólveig Anna Jónsdóttir segist ekki viss hvernig hægt sé að lifa með þeirri „martraðarkennda skömm sem stjórnvöld gera okkur samsek í“ með því að fyrsta greiðslur til Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna í Palestínu.

Breska dagblaðið The Guardian skrifar frétt sem Sólveig Anna Jónsdóttir, verkalýðsforkólfur deildi á Facebook og ritaði færslu um. Fjallar þar The Guardian um þá hneikslan sem fjöldi hjálparsamtaka hafa lýst vegna ákvarðanna sem lönd á borð við Bandaríkin, Þýskaland, Bretland og Ísland hafa tekið, um að hætta greiðslum til Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna í Palestínu. Í fréttinni segir meðal annars: „Alþjóðlegar hjálparstofnanir hafa sagt að þær séu „mjög áhyggjufullar og hneykslaðar“ yfir „gáleysilegri“ ákvörðun helstu styrkjenda, um að skera niður fjárframlög til palestínskrar hjálparstofnunar Sameinuðu þjóðanna, eftir að Ísraelar sökuðu suma starfsmenn þeirra um að taka þátt í árás Hamas 7. október.“

Þar segir einnig: „Við erum hneyksluð vegna gáleysislegrar ákvörðunar um að skera á líflínu fyrir alla íbúa Gaza, af sumum af þeim löndum sem höfðu kallað eftir því að aðstoð á Gaza yrði aukin og að mannúðarhjálparstarfsmenn yrðu verndaði á meðan þeir sinntu starfi sínu,“ sagði bandalag 21 hjálparstofnana, þar á meðal Oxfam, Save the Children og ActionAid, í yfirlýsingu á mánudaginn.“

Sólveig Anna skrifaði við fréttina ansi sterk orð: „Hugsið ykkur að Ísland, landið okkar, taki nú þátt í því að svelta börnin á Gaza. Sú martraðarkennda skömm sem stjórnvöld gera okkur samsek í er svo skelfileg að ég veit ekki hvernig við ætlum að lifa með henni.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -