Miðvikudagur 9. október, 2024
0.8 C
Reykjavik

Séra Skírnir hvetur fólk til að snúa baki við Þjóðkirkjunni: „Þau tvö virðast rúin trausti“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Aðsókn í Þjóðkirkjuna er í sögulegu lágmarki og traust til kirkjunnar sömuleiðis. Séra Skírnir Garðarsson hvetur fólk til að snúa baki við Þjóðkirkjunni í viðtali við Mannlíf.

Traust til Þjóðkirkjunnar er nú aðeins 27 prósent samkvæmt skoðanakönnun Gallup en minnkar traustið um fimm prósent á tveimur árum. Í samtali við Mannlíf segir Séra Skírnir Garðarsson ástæðuna liggja hjá stjórnun kirkjunnar.

„Þjóðkirkjan er að missa tenginguna við almenning. Það er bara þannig. Gallupar mæla lítið traust og fjölmargir leita annarra leiða í trúarlegum efnum, kirkjusókn er slök og varla nokkur mæting hjá biskupunum þegar messað er,“ segir Skírnir í samtali við Mannlíf og heldur áfram. „Ég tel Agnesi biskup og Pétur ritara hennar vera að ganga frá góðu gömlu Þjóðkirkjunni, með hentistefnuákvörðunum og furðulegum u-beyjum, það er nú öll umbótin, fólki hugnast þetta ekki sérlega vel, þau tvö og Kristján Björnsson vígslubiskup virðast rúin trausti og þau virðast göslast í lélegri stjórnsýslu endalaust. Gestur Jónsson er, eða var, lögmaður biskupanna, Þetta er dýrt spaug. Ég hef farið þess á leit við Gest persónulega að hann hætti að verja löglausar skyndiákvarðanir biskupanna, en einbeiti sér að því sem löglegt kann að vera.“

Að lokum hvetur presturinn fólk til að leita til annarra trúfélaga.

„Ég mæli ekki með aðild að þjóðkirkjunni í núverandi mynd og hvet fólk til að leita til fríkirkna eða annarra trúfélaga með erindi sín. Amen.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -