Föstudagur 19. apríl, 2024
4.1 C
Reykjavik

Sigmar segir Íslandsbanka sekan um lögbrot: „Bankastjórinn kýs hinsvegar að þegja“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Mikið fjaðrafok hefur verið eftir að Íslandsbanki sendi frá sér yfirlýsingu þess efnis að sáttarferli yrði milli Íslandsbanka og Fjármálaeftirlitisins vegna hugsanlegs lögbrots við sölu ríflega 22 prósenta hlut ríksins.

Sigmar Guðmundsson alþingsmaður er stóryrtur er varðar sáttarferlið. Sigmar kallar í færslu sinni fréttatilkynninguna þunnildi. Hann bendir jafnframt á að brot bankans séu framin við sölu á almenningseign: „Bankinn hefði vel mátt sýna meira frumkvæði í upplýsingagjöf til þessa sama almennings. Bankastjórinn kýs hinsvegar að þegja á meðan bankinn er i einhverskonar sáttaferli sem stendur auðvitað ekki öllum lögbrjótum til boða.“

Birna Einarsdóttir, banka­stjóri Íslands­banka, hefur gefið út að hún muni ekki veita viðtal vegna frummats Fjár­mála­eft­ir­lits Seðlabanka Íslands (FME). Þar kom fram að Íslands­banki kunni að hafa brotið gegn ákvæðum laga sem gilda, í sölu­ferli bank­ans á ríkishlut, á fyrrihluta síðasta árs.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -